Erlent

Enn mótmæli gegn Bush í Evrópu

Þrátt fyrir að þíða sé nú á milli ráðamanna Evrópu og Bandaríkjanna heldur almenningur í Evrópu áfram að mótmæla komu George Bush Bandaríkjaforseta til álfunnar. Meira en þúsund manns mótmæltu í kuldanum í Brussel í gær þegar Bush hitti leiðtoga aðildarríkja ESB og til átaka kom eftir að mótmælendur hentu mólotov-kokkteilum og glerflöskum í átt að lögreglumönnum. Lögreglan greip til þess ráðs að sprauta vatni á mótmælendurna sem gáfust fljótlega upp. Í Þýskalandi söfnuðust einnig mörg hundruð manns saman á götum úti í gær til þess að mótmæla heimsókn Bush. Þar lét fólk þó nægja að ganga um með mótmælaspjöld. Búist er við að mótmælin í Þýskalandi nái hámarki í dag, sérstaklega í borginni Mainz, þar sem Bush hittir Gerhard Schröder síðar í dag.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×