Erlent

Segist til í að segja af sér

Omar Karami, forsætisráðherra Líbanons, segist reiðubúinn að verða við kröfum stjórnarandstæðinga um að segja af sér, að því gefnu að þing landsins komist að samkomulagi um nýja stjórn. Fyrst ætlar hann þó að fara þess á leit við þingmenn að þeir greiði atkvæði um traust eða vantraust á stjórnina. Stjórn Karami nýtur stuðnings meirihluta þingmanna en talið er að það kunni að breytast vegna morðsins á Rafik Hariri, fyrrum forsætisráðherra, sem stjórnarandstæðingar kenna sýrlenskum og líbönskum stjórnvöldum um.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×