Erlent

Kosið um stjórnarskrá í sumar

Hollendingar kjósa um nýja stjórnarskrá Evrópusambandsins 1. júní næstkomandi. Frá þessu greindu skipuleggjendur kosninganna í dag. Stuðningur við Evrópusambandið hefur lengi verið góður í Hollandi en undanfarið hefur þeim fjölgað sem líta samstarfið hornauga og því óttast yfirvöld í Hollandi nú að ef þátttaka í kosningunum verði lítil muni andstæðingar stjórnarskrárinnar hafa nauman sigur. Spánverjar hafa einir Evrópusambandsþjóða kosið um stjórnarskrána og samþykktu hana með afgerandi hætti um síðustu helgi þótt kosningaþátttaka væri dræm.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×