Erlent

Varað við fuglaflensu

Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin leggur nú gríðarmikla áherslu á að vara fólk við hættunni sem stafar af fuglaflensunni svokölluðu. Sérfræðingar stofnunarinnar segja að mikil hætta sé á ferðum og að miklar líkur séu á að alheimsfaraldur brjótist út. Það sem veldur mestum áhyggjum er að þetta flensuafbrigði sem nú berst frá fuglum í menn stökkbreytist þannig að flensan fari að smitast manna á milli. Þá yrði nær engin leið að stöðva útbreiðslu flensunnar. Alls hafa þrettán manns látist úr fuglaflensu í Víetnam frá jólum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×