Erlent

Segir að ekki verði ráðist á Íran

George Bush Bandaríkjaforseti sagði í gær að það væri fráleitt að halda því fram að stjórnvöld í Bandaríkjunum væru að skipuleggja árás á Íran. Á fundi með leiðtogum allra 25 landa Evrópusambandsins í gær lýsti Bush því í fyrsta skipti yfir með afgerandi hætti að innrás í Íran væri ekki á dagskrá. Hann hafði þó þann varnagla á að segjast halda öllum möguleikum opnum ef ekki tækist að fá Íran ofan af því að koma sér upp kjarnavopnum. Þá lýsti talsmaður varnarmálaráðuneytis Bandaríkjanna því yfir í gær að ekkert væri hæft í fréttum um að Bandaríkjamenn stunduðu njósnir úr lofti um kjarnorkuver í Íran. Embættismenn í Íran hafa hins vegar ítrekað fullyrt að Bandaríkjamenn stundi slíkar njósnir.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×