Innlent

Viðtölum lokið

Lokið hefur verið við að taka viðtöl við starfsmenn Menntaskólans á Ísafirði vegna útttektar Félagsvísindastofnunar Háskóla Íslands á stjórnunarháttum og samskiptum innan menntaskólans. Þetta kemur fram á fréttavefnum bb.is. Snemmsumars fór Ólína Þorvarðardóttir, skólameistari Menntaskólans á Ísafirði, fram að á opinber rannsókn yrði gerð á starfs- og stjórnunarháttum hennar við skólann vegna deilna við Ingibjörgu Ingadóttur, enskukennara við skólann. Menntamálaráðuneytið fól því Félagsvísindastofnun að framkvæma slíka úttekt. Niðurstöðum verður skilað til ráðuneytisins 20. október.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×