Innlent

Reglusamir menntskælingar

Nemendur í 4. bekk Menntaskólans á Akureyri komu til landsins í gær úr skólaferðalagi í Tyrklandi en flugvél þeirra lenti á Akureyri. Gerði lögreglan viðeigandi ráðstafanir og var á svæðinu með fíkniefnaleitarhund frá tollgæslunni. Að sögn lögreglu er hann svo næmur að hann nemur ekki einungis hvort menn séu með fíkniefni á sér heldur þefar hann uppi menn sem hafa neytt fíkniefna jafnvel dögum áður. Lögreglu og öðrum til mikillar ánægju sá hundurinn enga ástæðu til að hafa frekari afskipti af neinum menntskælinganna sem þó voru fjölmargir að sögn lögreglunnar.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×