Ríkið hirðir allt upp í 85% 14. september 2005 00:01 Ellilífeyrisþegar sem freistast til að láta atvinnuauglýsingar lokka sig út á vinnumarkaðinn ættu að hugsa sig vandlega um. Ríkið hirðir nefnilega allt upp í 85 prósent launanna, í formi skatta og bótaskerðinga. Í vandræðum sínum í leit að starfsfólki hafa vinnuveitendur snúið sér að eldri borgurum. Í dagblöðunum sjást um þessar mundir atvinnuauglýsingar sem sérstaklega hvetja gamla fólkið til að sækja um. Vafalaust myndu flestir telja þetta fagnaðarefni. Reynsla Jósúa Magnússonar úti á vinnumarkaði sem ellilífeyrisþegi var hins vegar slík að hann sagði upp starfi sínu sem vaktmaður hjá Eimskip fyrir fimm árum. Þá sagðist hann hafa verið með 582 þúsund krónur í brúttólaun en fékk 80 þúsund af þeirri upphæð og skertur í Tryggingastofnun um 400 þúsund krónur. Jósúa er enn beiskur, fimm árum síðar, yfir því sem hann kallaði þrælavinnu aldraðra því hann hafi í rauninni bara verið að vinna fyrir ríkið; allt upp í 90% launanna hafi nefnilega verið tekin af honum. Dæmin sem hagfræðingur Landssambands eldri borgara, Einar Árnason, reiknaði fyrir Stöð 2 sýna að fjárhagslega telst það vart hvetjandi fyrir ellilífeyrisþega að vinna. Dæmigerður einhleypur ellilífeyrisþegi sem býr einn og er með 50 þúsund krónur úr lífeyrissjóði fær frá Tryggingastofnun 82 þúsund krónur í ellilífeyri, tekjutryggingu og heimilisuppbót. Eftir skatt hefur hann til ráðstöfunar um 110 þúsund krónur. Þiggi hann hlutastarf með 70 þúsund króna atvinnutekjum þá fær hann áfram 50 þúsund úr lífeyrissjóðnum, en greiðslur Tryggingastofnunar skerðast niður í 37 þúsund krónur. Skatturinn hækkar einnig og eftir verða til ráðstöfunar um 126 þúsund krónur. Ráðstöfunartekjur hækka þannig um 15.700 krónur fyrir 70.000 króna launavinnu. Ríkið tekur nærri 80%. Einar segir að samkvæmt sínum útreikningum fari alltaf a.m.k. 63% af tekjum í skerðingu og skatta og allt upp í 85%. Jósúa segir að svona kerfi brjóti niður fullfrískt fólk. Þetta sé hreinlega aðferð til að framleiða sjúklinga. Í stað þess að vinna segist hann nú þurfa á hverju ári að fara á heilsuhælið í Hveragerði, mánuð í senn, með ærnum tilkostnaði fyrir ríkið. Einar segist efast stórlega um að það sé tap fyrir ríkið að draga úr þessum skreðingum á einhvern máta. Það myndi leiða til þess að fólk færi frekar út á vinnumarkaðinn, af því skapist meiri skatttekjur og minni útgjöld hins opinbera í almannatryggingar. Versta dæmið á við hjón þar sem annað vinnur úti og hefur tekjur á bilinu 150 til 213 þúsund krónur á mánuði og makinn er með litlar eða engar tekjur nema bætur almannatrygginga. Í slíku tilfelli heldur sá útivinnandi einungis eftir 15% teknanna. Ríkið hirðir afganginn. Fréttir Innlent Mest lesið Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Deilt um verðhækkanir Veitna Innlent Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Innlent Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Erlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent Hljóp á sig Innlent Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Innlent Fleiri fréttir Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sjá meira
Ellilífeyrisþegar sem freistast til að láta atvinnuauglýsingar lokka sig út á vinnumarkaðinn ættu að hugsa sig vandlega um. Ríkið hirðir nefnilega allt upp í 85 prósent launanna, í formi skatta og bótaskerðinga. Í vandræðum sínum í leit að starfsfólki hafa vinnuveitendur snúið sér að eldri borgurum. Í dagblöðunum sjást um þessar mundir atvinnuauglýsingar sem sérstaklega hvetja gamla fólkið til að sækja um. Vafalaust myndu flestir telja þetta fagnaðarefni. Reynsla Jósúa Magnússonar úti á vinnumarkaði sem ellilífeyrisþegi var hins vegar slík að hann sagði upp starfi sínu sem vaktmaður hjá Eimskip fyrir fimm árum. Þá sagðist hann hafa verið með 582 þúsund krónur í brúttólaun en fékk 80 þúsund af þeirri upphæð og skertur í Tryggingastofnun um 400 þúsund krónur. Jósúa er enn beiskur, fimm árum síðar, yfir því sem hann kallaði þrælavinnu aldraðra því hann hafi í rauninni bara verið að vinna fyrir ríkið; allt upp í 90% launanna hafi nefnilega verið tekin af honum. Dæmin sem hagfræðingur Landssambands eldri borgara, Einar Árnason, reiknaði fyrir Stöð 2 sýna að fjárhagslega telst það vart hvetjandi fyrir ellilífeyrisþega að vinna. Dæmigerður einhleypur ellilífeyrisþegi sem býr einn og er með 50 þúsund krónur úr lífeyrissjóði fær frá Tryggingastofnun 82 þúsund krónur í ellilífeyri, tekjutryggingu og heimilisuppbót. Eftir skatt hefur hann til ráðstöfunar um 110 þúsund krónur. Þiggi hann hlutastarf með 70 þúsund króna atvinnutekjum þá fær hann áfram 50 þúsund úr lífeyrissjóðnum, en greiðslur Tryggingastofnunar skerðast niður í 37 þúsund krónur. Skatturinn hækkar einnig og eftir verða til ráðstöfunar um 126 þúsund krónur. Ráðstöfunartekjur hækka þannig um 15.700 krónur fyrir 70.000 króna launavinnu. Ríkið tekur nærri 80%. Einar segir að samkvæmt sínum útreikningum fari alltaf a.m.k. 63% af tekjum í skerðingu og skatta og allt upp í 85%. Jósúa segir að svona kerfi brjóti niður fullfrískt fólk. Þetta sé hreinlega aðferð til að framleiða sjúklinga. Í stað þess að vinna segist hann nú þurfa á hverju ári að fara á heilsuhælið í Hveragerði, mánuð í senn, með ærnum tilkostnaði fyrir ríkið. Einar segist efast stórlega um að það sé tap fyrir ríkið að draga úr þessum skreðingum á einhvern máta. Það myndi leiða til þess að fólk færi frekar út á vinnumarkaðinn, af því skapist meiri skatttekjur og minni útgjöld hins opinbera í almannatryggingar. Versta dæmið á við hjón þar sem annað vinnur úti og hefur tekjur á bilinu 150 til 213 þúsund krónur á mánuði og makinn er með litlar eða engar tekjur nema bætur almannatrygginga. Í slíku tilfelli heldur sá útivinnandi einungis eftir 15% teknanna. Ríkið hirðir afganginn.
Fréttir Innlent Mest lesið Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Deilt um verðhækkanir Veitna Innlent Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Innlent Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Erlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent Hljóp á sig Innlent Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Innlent Fleiri fréttir Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sjá meira