Óbreytt áætlun Iceland Express 14. september 2005 00:01 Pálmi Haraldsson, einn aðaleiganda Iceland Express og Sterling, segir að ákvörðun Iceland Express um að fljúga til sex nýrra ákvörðunarstaða í Evrópu standi óbreytt þótt Sterling verði selt til FL Group. FL Group ætlar að taka upp viðræður við eignarhaldsfélagið Fons um kaup á Sterling-lágjaldaflugfélaginu, því fjórða stærsta í heimi. Ákvörðun um viðræður kemur í kjölfar þess að dönsk yfirvöld samþykktu kaup Sterling á Mærsk en félagið heitir Sterling eftir samrunann. Heimildarmenn fréttastofu töldu líklegt að ætlun eigenda Fons, þeirra Pálma Haraldssonar og Jóhannesar Kristinssonar, hafi verið frá upphafi að sameina Sterling, Mærsk og Iceland Express. Ætlunin hafi verið að búa til álitlegan pakka með tilheyrandi samlegðaráhrifum til að selja og græða fé. Pálmi neitar að staðið hafi til að sameina Sterling og Iceland Express og segist þá aðeins geta svarað fyrir sína hönd. Hann segir að samþykkt hafi verið að setjast niður með hugsanlegum kaupendum en engin tímasetning verið ákveðin. Það er einnig hægt að sjá fyrir sér að greitt yrði fyrir Sterling að stærstum hluta með hlutabréfum í FL Group en þá kæmi málið til kasta samkeppnisyfirvalda nema Iceland Express yrði selt. Birgir Jónsson, núverandi framkvæmdastjóri Iceland Express, lýsti því yfir í viðtali við Morgunblaðið fyrsta september að hann gerði ráð fyrir að fargjöld með Flugleiðum myndu lækka til muna þegar Iceland Express færi að fljúga til Gautaborgar, Stokkhólms og Bergen auk þriggja nýrra áfangastaða í Þýskalandi. Það hefði alla vega gerst með flugfargjöld til London og Kaupmannahafnar. Sterling hefur auk þess fyrirætlanir um að hefja Ameríkuflug og gæti reynst harðsnúinn keppinautur FL Group þar. Pálmi segir að áform Iceland Express um að fljúga til þessara áfangastaða í Evrópu standi óbreytt, hvort sem Sterling verður selt eða ekki. Þeir séu líka á fullu að klára saminga um vélaflota og stækka og efla Iceland Express áfram. Fréttir Innlent Mest lesið Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Deilt um verðhækkanir Veitna Innlent Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Innlent Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Erlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent Hljóp á sig Innlent Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Innlent Fleiri fréttir Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sjá meira
Pálmi Haraldsson, einn aðaleiganda Iceland Express og Sterling, segir að ákvörðun Iceland Express um að fljúga til sex nýrra ákvörðunarstaða í Evrópu standi óbreytt þótt Sterling verði selt til FL Group. FL Group ætlar að taka upp viðræður við eignarhaldsfélagið Fons um kaup á Sterling-lágjaldaflugfélaginu, því fjórða stærsta í heimi. Ákvörðun um viðræður kemur í kjölfar þess að dönsk yfirvöld samþykktu kaup Sterling á Mærsk en félagið heitir Sterling eftir samrunann. Heimildarmenn fréttastofu töldu líklegt að ætlun eigenda Fons, þeirra Pálma Haraldssonar og Jóhannesar Kristinssonar, hafi verið frá upphafi að sameina Sterling, Mærsk og Iceland Express. Ætlunin hafi verið að búa til álitlegan pakka með tilheyrandi samlegðaráhrifum til að selja og græða fé. Pálmi neitar að staðið hafi til að sameina Sterling og Iceland Express og segist þá aðeins geta svarað fyrir sína hönd. Hann segir að samþykkt hafi verið að setjast niður með hugsanlegum kaupendum en engin tímasetning verið ákveðin. Það er einnig hægt að sjá fyrir sér að greitt yrði fyrir Sterling að stærstum hluta með hlutabréfum í FL Group en þá kæmi málið til kasta samkeppnisyfirvalda nema Iceland Express yrði selt. Birgir Jónsson, núverandi framkvæmdastjóri Iceland Express, lýsti því yfir í viðtali við Morgunblaðið fyrsta september að hann gerði ráð fyrir að fargjöld með Flugleiðum myndu lækka til muna þegar Iceland Express færi að fljúga til Gautaborgar, Stokkhólms og Bergen auk þriggja nýrra áfangastaða í Þýskalandi. Það hefði alla vega gerst með flugfargjöld til London og Kaupmannahafnar. Sterling hefur auk þess fyrirætlanir um að hefja Ameríkuflug og gæti reynst harðsnúinn keppinautur FL Group þar. Pálmi segir að áform Iceland Express um að fljúga til þessara áfangastaða í Evrópu standi óbreytt, hvort sem Sterling verður selt eða ekki. Þeir séu líka á fullu að klára saminga um vélaflota og stækka og efla Iceland Express áfram.
Fréttir Innlent Mest lesið Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Deilt um verðhækkanir Veitna Innlent Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Innlent Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Erlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent Hljóp á sig Innlent Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Innlent Fleiri fréttir Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sjá meira