Innlent

Kjarnorkuárása minnst í kvöld

60 ár eru liðin frá árásunum á Hiroshima og Nagasaki í Japan en hörmulegra afleiðinga þeirra gætir enn þann dag í dag. Í tilefni dagsins verður kertum fleytt á Reykjavíkurtjörn klukkan hálfellefu í kvöld en það hefur verið gert á þessum degi á Íslandi síðastliðin tuttugu ár. 60 ár eru liðin frá árásunum á Hiroshima og Nakasaki í Japan. Guðmundur Georgsson læknir var á táningsaldri þegar árásirnar áttu sér stað. Hann segir þær strax hafa vakið mikla athygli hér eins og um allan heim enda í fyrsta sinn sem kjarnorkuvopnum hafi verið beitt gegn borgum og venjulegum borgurum og vonandi í síðasta skiptið einnig. Árið 1985, þegar 40 ár voru liðin frá árásunum, var Guðmundi boðið til Hiroshima af Samtökum herstöðvarandstæðinga. Í ferðinni heimsótti hann sjúklinga á spítölum sem voru veikir vegna síðbúinna afleiðinga árásanna, fyrst og fremst vegna geislunar. Hún hafði mjög langvarandi áhrif á íbúa í Hiroshima og Nakasaki og koma afleiðingar hennar enn fram í dag. Kertafleytingin á Reykjavíkurtjörn í kvöld er eftir fyrirmynd frá Hiroshima en þar hefur kertum verið fleytt niður eina stærstu á borgarinnar á þessum degi í áratugi. Guðmundur segir að talið sé að 20 þúsund manns hafi farist í ánum í Hiroshima þegar það hafi verið að forða sér undan kjarnorkueldi og þeir séu í votri gröf. Kertafleyting hefst klukkan hálfellefu og þar getur fólk nálgast kerti en tveimur tímum fyrr hefst fundur í Ráðhúsinu í tilefni



Fleiri fréttir

Sjá meira


×