Sport

Jafnt hjá Southampton og Fulham

Einn leikur fór fram í ensku úrvaldsdeildinni í kvöld er Southampton og Fulham mættust á St. Merys Stadium í Southampton. Papa Bouba Diop kom gestunum efir eftir tuttugu mínútna leik en Kevin Phillips jafnaði jafn harðan. Phillips var síðan aftur á ferðinni á 29. mínútu áður en Steed Malbranque jafnaði tveim mínútum fyrir hlé. Á 50. mínútu kom Tomasz Radzinski gestunum í 3-2, en tuttugu mínútum fyrir leikslok varð Liam Rosenior, leikmaðr Fulham, fyrir því óláni að skora sjálfsmark og lokatölur því 3-3. Eftir leikinn er Southampton enn í næst neðsta sæti með 15 stig, en Fulham er fjórum sætum ofar með 22.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×