Erlent

Rússar njósna um Bandaríkin

Rússneskir njósnarar í Bandaríkjunum eru ekki færri um þessar mundir en sovéskir njósnarar í landinu á tímum kalda stríðsins, að mati háttsettra embættismanna innan bandarísku leyniþjónustunnar. Frá þessu greinir tímaritið Time. Þar segir að vitað sé af meira en hundrað útsendurum frá Rússlandi sem séu við leynileg störf í Bandaríkjunum en líklega séu þeir miklu fleiri. Ekki sé almennilega vitað hvað þeir séu að bralla en líklegast sé að þeir séu á höttunum eftir upplýsingum um þróun hergagna.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×