Lífið heldur áfram 25. febrúar 2005 00:01 Þótt hann sé ekki á snærum neinna af stóru hjálparsamtökunum hefur Vilhjálmur Jónsson ekki látið sitt eftir liggja í aðstoðinni við bágstadda. Vilhjálmur hefur búið á Indlandi um áratuga skeið og eins og Fréttablaðið sagði frá í janúar hefur hann ásamt hjálparsamtökum sem hann veitir forystu tekið að sér uppbyggingarstarf í þorpinu Thazhankuda sem er um 160 kílómetra suður af borginni Chennai (Madras) austurströnd Indlands en það varð mjög illa úti þegar aldan reið yfir. 13.000 manns fórust á Indlandi, þar 9.000 í Tamil Nadu héraði þar sem Vilhjálmur hefur verið að störfum. "Þegar við komum niður á ströndina var ég alls ekki viðbúinn þeirri hrikalegu sjón sem við mér blasti. Máttur flóðsins hafði hreinlega sópað öllu burtu og skilið eftir hrúgur af braki og rusli eftir allri strandlengjunni. Bátarnir höfðu undist utan um tré eða farið í gegnum húsin og leifar af fiskinetum lágu á víð og dreif á margra mílna svæði. Það sem snerti mig mest var tilfinningin um að vonin væri horfin. Það er mjög erfitt að útskýra þetta en kannski er þetta eins og að vera laminn og barinn en það kemur ekki niður á líkamanum heldur sálinni. Hér og þar sátu íbúarnir eða fjölskyldur inni í miðri hrúgu af braki og rusli og störðu út í tómið," sagði Vilhjálmur í samtali við Fréttablaðið á sínum tíma. Mikið vatn hefur runnið til sjávar síðan þá. Allir eru komnir með þak yfir höfuðið og hafa eitthvað að bíta og brenna. Mestur hluti uppbyggingarstarfsins felst því í að láta hjól atvinnulífsins á staðnum snúast á ný en allur bátafloti þorpsbúa eyðilagðist í flóðunum. Vilhjálmur segir að samtök hans, Family International, hafi þegar afhent 25 stóra báta með vélum og veiðarfærum og sjötíu bátar af minni tegund séu í smíðum. Þeir leysa af hólmi gamla báta sem voru í raun einungis nokkrir trébjálkar bundnir saman og því eru nýju fleyin umtalsvert öruggari. Enn er þó nokkur bið á að fiskimennirnir í Thazhankuda fari á sjó og segir Vilhjálmur skýringuna á því vera öðrum þræði pólitíska. "Mennirnir reykja sígarettur og spila á spil undir tré. Þeir eru að bíða eftir því að stjórnvöld hérna afhendi þá fjármunisem búið er að lofa. Þeir hugsa sem svo að ef þeir fari á sjó í dag þá borga yfirvöld ekki því þau sjá að þeir geta unnið fyrir sér sjálfir." Enginn getur gert sér í hugarlund sorgina sem setur að fólki sem hefur misst alla sína nánustu. Vilhjálmur segir engu að síður að flestir reyni að horfa fram á veginn í stað þess að staldra við hið liðna. "Fólk hérna talar ekki eins mikið um harm sinn eins og heima því þetta er fátækt fólk sem hefur þurft að takast á við meiri þjáningu í gegnum ævina. Það er ríkt í þjóðarsálinni hérna að halda ekki of lengi í slíka hluti. Fólk herðir sig á móti storminum og reynir að gera það besta úr því sem það hefur og vera bjartsýnt. Þannig tekst það á við svona hluti." Lífið heldur í það minnsta áfram hjá börnunum í Thazhankuda en fyrir þau héldu Vilhjálmur og hans fólk skemmtun um miðjan síðasta mánuð. Hátíðin vakti svo mikla lukku hjá ungviðinu og ættingjum þeirra að yfirvöld í héraðinu fengu þau til að heimsækja öll sjávarþorpin á svæðinu en þau eru vel á fimmta tuginn. Þeirri leikferð er nýlokið og gekk hún afar vel að sögn Vilhjálms. Asía - hamfarir Erlent Fréttir Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Erlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira Innlent Fleiri fréttir Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Sjá meira
Þótt hann sé ekki á snærum neinna af stóru hjálparsamtökunum hefur Vilhjálmur Jónsson ekki látið sitt eftir liggja í aðstoðinni við bágstadda. Vilhjálmur hefur búið á Indlandi um áratuga skeið og eins og Fréttablaðið sagði frá í janúar hefur hann ásamt hjálparsamtökum sem hann veitir forystu tekið að sér uppbyggingarstarf í þorpinu Thazhankuda sem er um 160 kílómetra suður af borginni Chennai (Madras) austurströnd Indlands en það varð mjög illa úti þegar aldan reið yfir. 13.000 manns fórust á Indlandi, þar 9.000 í Tamil Nadu héraði þar sem Vilhjálmur hefur verið að störfum. "Þegar við komum niður á ströndina var ég alls ekki viðbúinn þeirri hrikalegu sjón sem við mér blasti. Máttur flóðsins hafði hreinlega sópað öllu burtu og skilið eftir hrúgur af braki og rusli eftir allri strandlengjunni. Bátarnir höfðu undist utan um tré eða farið í gegnum húsin og leifar af fiskinetum lágu á víð og dreif á margra mílna svæði. Það sem snerti mig mest var tilfinningin um að vonin væri horfin. Það er mjög erfitt að útskýra þetta en kannski er þetta eins og að vera laminn og barinn en það kemur ekki niður á líkamanum heldur sálinni. Hér og þar sátu íbúarnir eða fjölskyldur inni í miðri hrúgu af braki og rusli og störðu út í tómið," sagði Vilhjálmur í samtali við Fréttablaðið á sínum tíma. Mikið vatn hefur runnið til sjávar síðan þá. Allir eru komnir með þak yfir höfuðið og hafa eitthvað að bíta og brenna. Mestur hluti uppbyggingarstarfsins felst því í að láta hjól atvinnulífsins á staðnum snúast á ný en allur bátafloti þorpsbúa eyðilagðist í flóðunum. Vilhjálmur segir að samtök hans, Family International, hafi þegar afhent 25 stóra báta með vélum og veiðarfærum og sjötíu bátar af minni tegund séu í smíðum. Þeir leysa af hólmi gamla báta sem voru í raun einungis nokkrir trébjálkar bundnir saman og því eru nýju fleyin umtalsvert öruggari. Enn er þó nokkur bið á að fiskimennirnir í Thazhankuda fari á sjó og segir Vilhjálmur skýringuna á því vera öðrum þræði pólitíska. "Mennirnir reykja sígarettur og spila á spil undir tré. Þeir eru að bíða eftir því að stjórnvöld hérna afhendi þá fjármunisem búið er að lofa. Þeir hugsa sem svo að ef þeir fari á sjó í dag þá borga yfirvöld ekki því þau sjá að þeir geta unnið fyrir sér sjálfir." Enginn getur gert sér í hugarlund sorgina sem setur að fólki sem hefur misst alla sína nánustu. Vilhjálmur segir engu að síður að flestir reyni að horfa fram á veginn í stað þess að staldra við hið liðna. "Fólk hérna talar ekki eins mikið um harm sinn eins og heima því þetta er fátækt fólk sem hefur þurft að takast á við meiri þjáningu í gegnum ævina. Það er ríkt í þjóðarsálinni hérna að halda ekki of lengi í slíka hluti. Fólk herðir sig á móti storminum og reynir að gera það besta úr því sem það hefur og vera bjartsýnt. Þannig tekst það á við svona hluti." Lífið heldur í það minnsta áfram hjá börnunum í Thazhankuda en fyrir þau héldu Vilhjálmur og hans fólk skemmtun um miðjan síðasta mánuð. Hátíðin vakti svo mikla lukku hjá ungviðinu og ættingjum þeirra að yfirvöld í héraðinu fengu þau til að heimsækja öll sjávarþorpin á svæðinu en þau eru vel á fimmta tuginn. Þeirri leikferð er nýlokið og gekk hún afar vel að sögn Vilhjálms.
Asía - hamfarir Erlent Fréttir Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Erlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira Innlent Fleiri fréttir Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Sjá meira
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent