R-listaflokkar leita allra leiða 14. ágúst 2005 00:01 R-listafólk leitar allra leiða til að viðhalda samstarfi um stjórn borgarinnar. Klofningur er í röðum Vinstri-grænna; borgarfulltrúar vilja halda samstarfinu áfram en óvíst er hvort flokksstjórnin samþykkir það. Frjálslyndir útiloka ekki að koma að samstarfinu. Björk Vilhelmsdóttir lýsir skoðunum sínum í Morgunblaðinu í dag og fer ekki á milli mála að hún telur R-listann einu leiðina til að koma sjónarmiðum og stefnumálum Vinstri-grænna á framfæri. Hún telur að samstarf Samfylkingar og Framsóknar sé útilokað að loknum kosningum verði enginn R-listi til; líklegra sé að Framsókn og Sjálfstæðisflokkurinn taki saman. Það blasi því við Vinstri-grænum að sitja áhrifalausir í stjórnarandstöðu náist ekki samkomulag um áframhald R-listans. Og Björk segir tvo borgarfulltrúa auk formennsku í nefndum sem skipta Vinstri-græna máli ætti að tryggja flokknum þá sérstöðu sem flestir vilji sjá. Árni Þór Sigurðsson, flokksbróðir Bjarkar, er henni ósammála. Í samtali við fréttastofuna sagði hann ekki telja R-listann einu leiðina í lífinu, án þess að hann væri beinlínis mótfallinn listanum. Það væri veruleg einföldun að láta sem kostirnir væru áframhaldandi R-listasamstarf eða stjórnarandstaða. Það væri ekkert því til fyrirstöðu að flokkarnir mynduðu meirihluta eftir kosningar þó að þeri biðu ekki sameiginlega fram. Ljóst er að margir vöknuðu upp við vondan draum á fimmtudaginn var, þegar virtist sem R-listinn væri endanlega dauður. Samkvæmt heimildum fréttastofu hafa Frjálslyndir verið nefndir sem hugsanleg viðbót við R-listann í stað vinstri grænna. Margrét Sverrisdóttir, framkvæmdastjóri flokksins, sagði rétt fyrir fréttir að engar viðræður hefðu farið fram þess efnis, en hún vildi ekki útiloka neitt. Hugsanlegt samstarf færi eftir því á hvaða forsendum það ætti að vera, en fyrst yrði þó að leiða mál núverandi R-lista flokka til lykta. Frjálslyndir stefndu annars ótrauðir að sérframboði og vildu fá tvo borgarfulltrúa. Björk Vilhelmsdóttir bindur vonir við að flokksmenn láti til sín taka á flokksráðsfundi annað kvöld og að þar verði endanlega ákveðið að vera með í R-lista framboði. Heimildir fréttastofunnar herma að öðrum kosti sé hópur innan vinstri grænna reiðubúinn að kljúfa sig út úr flokknum og ganga til samstarfs við Samfylkingu og Framsókn í R-listanum. Árni Þór Sigurðsson er ekki innan þessa hóps og segir ekki ætla að segja sig úr flokknum. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Erlent Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Erlent Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Innlent „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ Innlent „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Innlent Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Innlent Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal Innlent Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Innlent Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Erlent Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Erlent Fleiri fréttir Ekið á ökumann rafmagnshlaupahjóls og gámur á hliðina Gosmóða mælist í morgunsárið en ætti að minnka með deginum Viðbragðsaðilar kallaðir út vegna elds í sanddæluskipi á Ísafirði Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Útgerðin misst tengsl við almenning og ómögulegt að fá greiðslumat Tengist ekki skuggaflota Rússlands Játaði gróft ofbeldi gegn eigin foreldrum og að hafa ekið á mann Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Þyrlan sótti slasaðan einstakling í Skaftafell Gæsluvarðhald yfir sveðjumanni í Úlfarsárdal framlengt þriðja sinni Sjaldséður beinhákarl í Faxaflóa Sérsveitin handtók mann í Garðabæ „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Sjá meira
R-listafólk leitar allra leiða til að viðhalda samstarfi um stjórn borgarinnar. Klofningur er í röðum Vinstri-grænna; borgarfulltrúar vilja halda samstarfinu áfram en óvíst er hvort flokksstjórnin samþykkir það. Frjálslyndir útiloka ekki að koma að samstarfinu. Björk Vilhelmsdóttir lýsir skoðunum sínum í Morgunblaðinu í dag og fer ekki á milli mála að hún telur R-listann einu leiðina til að koma sjónarmiðum og stefnumálum Vinstri-grænna á framfæri. Hún telur að samstarf Samfylkingar og Framsóknar sé útilokað að loknum kosningum verði enginn R-listi til; líklegra sé að Framsókn og Sjálfstæðisflokkurinn taki saman. Það blasi því við Vinstri-grænum að sitja áhrifalausir í stjórnarandstöðu náist ekki samkomulag um áframhald R-listans. Og Björk segir tvo borgarfulltrúa auk formennsku í nefndum sem skipta Vinstri-græna máli ætti að tryggja flokknum þá sérstöðu sem flestir vilji sjá. Árni Þór Sigurðsson, flokksbróðir Bjarkar, er henni ósammála. Í samtali við fréttastofuna sagði hann ekki telja R-listann einu leiðina í lífinu, án þess að hann væri beinlínis mótfallinn listanum. Það væri veruleg einföldun að láta sem kostirnir væru áframhaldandi R-listasamstarf eða stjórnarandstaða. Það væri ekkert því til fyrirstöðu að flokkarnir mynduðu meirihluta eftir kosningar þó að þeri biðu ekki sameiginlega fram. Ljóst er að margir vöknuðu upp við vondan draum á fimmtudaginn var, þegar virtist sem R-listinn væri endanlega dauður. Samkvæmt heimildum fréttastofu hafa Frjálslyndir verið nefndir sem hugsanleg viðbót við R-listann í stað vinstri grænna. Margrét Sverrisdóttir, framkvæmdastjóri flokksins, sagði rétt fyrir fréttir að engar viðræður hefðu farið fram þess efnis, en hún vildi ekki útiloka neitt. Hugsanlegt samstarf færi eftir því á hvaða forsendum það ætti að vera, en fyrst yrði þó að leiða mál núverandi R-lista flokka til lykta. Frjálslyndir stefndu annars ótrauðir að sérframboði og vildu fá tvo borgarfulltrúa. Björk Vilhelmsdóttir bindur vonir við að flokksmenn láti til sín taka á flokksráðsfundi annað kvöld og að þar verði endanlega ákveðið að vera með í R-lista framboði. Heimildir fréttastofunnar herma að öðrum kosti sé hópur innan vinstri grænna reiðubúinn að kljúfa sig út úr flokknum og ganga til samstarfs við Samfylkingu og Framsókn í R-listanum. Árni Þór Sigurðsson er ekki innan þessa hóps og segir ekki ætla að segja sig úr flokknum.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Erlent Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Erlent Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Innlent „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ Innlent „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Innlent Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Innlent Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal Innlent Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Innlent Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Erlent Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Erlent Fleiri fréttir Ekið á ökumann rafmagnshlaupahjóls og gámur á hliðina Gosmóða mælist í morgunsárið en ætti að minnka með deginum Viðbragðsaðilar kallaðir út vegna elds í sanddæluskipi á Ísafirði Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Útgerðin misst tengsl við almenning og ómögulegt að fá greiðslumat Tengist ekki skuggaflota Rússlands Játaði gróft ofbeldi gegn eigin foreldrum og að hafa ekið á mann Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Þyrlan sótti slasaðan einstakling í Skaftafell Gæsluvarðhald yfir sveðjumanni í Úlfarsárdal framlengt þriðja sinni Sjaldséður beinhákarl í Faxaflóa Sérsveitin handtók mann í Garðabæ „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Sjá meira