Innlent

Þrefalt meiri líkur á veltu eða útaf akstri í jeppa en fólksbíl

Þrefalt meiri líkur eru á að ökumaður velti eða keyri jeppa út af en fólksbíl samkvæmt niðurstöðum rannsóknar sem Landsbjörg gerði.

Fyrr á þessu ári gerði Umferðarstofa viðamikla rannsókn á tegund drifbúnaðar og slysatíðni og sýndi sú rannsókn að jeppar og jepplingar voru í meirihluta slysa þar sem eitt ökutæki á í hlut. Rannsóknin byggði niðurstöður sínar á upplýsingum úr ökutækjaskrá en þar eru jeppar um það bil 20 prósent skráðra ökutækja.Þessar niðurstöður vöktu töluverða athygli og þótti Landsbjörgu því forvitnilegt að vita hvort hlutfall jeppa og jepplinga væri það sama í umferðinni og ökutækjaskrá benti til. Talin voru 19.631 ökutæki síðast liðið sumar og kom í ljós hlutfall jeppa og jepplinga er að meðaltali 32 prósent úti í umferðinni. Með hliðsjón af skýrslu Umferðarstofu er því ljóst að jeppum og jepplingum er þrefalt hættara við veltu eða út af akstri heldur en fólksbíl.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×