Innlent

Útlit fyrir að hægi á vexti einkaneyslunnar

Þrátt fyrir talsvert meiri veltu í dagvöruverslun í síðasta mánuði en í sama mánuði í fyrra, eru vísbendingar um að farið sé að hægja á vexti einkaneyslunnar, samkvæmt mælingum Rannsóknaseturs verslunarinnar.

Dagvara er almenn neysluvara eins og matvæli, drykkjarvörur, áfengi og hreinlætisvörur og jókst neysla á þessu sviði um hátt í tíu prósent í nóvember frá sama mánuði í fyrra. Hins vegar dróst hún saman miðað við mánuðinn á undan, eða október í ár, sem er vísbending um að farið sé að draga ur vexti einkaneislu á þessu sviði. Þrátt fyrir að farið sé að hægja ða aukningunni er spáð að neyslan í þessum mánuði verði átta til tíu prósentum meiri en í fyrra.

Athygli vekur að heldur dró úr áfengiskaupum í síðasta mánuði frá mánuðinum á undan, sem ekki hefur gerst um langt skeið. Að þessu sinni var ekki reiknuð út vísitala lyfjaverslana, en það verður gert um leið og lokið verður við endurskoðaðar aðferðir við það.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×