Innlent

Ríflega helmingur Suðurnesjamanna hefur hamborgarhrygg

MYND/E.Ól

Rösklega helmingur Suðurnesjamanna, eða 55 prósent, ætlar að hafa hamborgarhrygg í jólamatinn, samkvæmt skoðanakönnun Víkurfrétta. Næst kemur kalkún, en fimm prósent ætla að hafa hann, fjögur prósent rjúpu, tvö prósent önd en rúmlega þirðjungur er enn óákveðinn. Væntanlega fara einhver prósent úr þeim hópi yfir á hamborgarhrygginn líka, þannig að hann er ótvírætt lang vinsælasti jólamaturinn á Suðurnesjum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×