Innlent

Bandarísk tollyfirvöld vara við ólöglegum Tamiflu innflutningi

MYND/Fréttablaðið
Bandarísk yfirvöld lögðu í gær hald á póstsendingu sem innihélt fimmtíu ólöglega skammta af flensulyfinu Tamiflu. Lyfið er einkaleyfisskylt og framleitt af lyfjarisanum Roche og því ólöglegt að framleiða og selja lyfið. Ólöglegur innflutningur Tamiflu, sem talið er lækna fuglaflensu, er sístækkandi vandamál í Bandaríkjunum. Bandarísk tollayfirvöld segja lyfið vera pantað í gegnum internetið frá Asíu og að oftast sé aðeins um lyfleysu að ræða. Yfirvöld segja þessa hömstrun hættulega og vara við kaupum á lyfinu í gegnum internetið.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×