Erlent

Umbótasinnar fangelsaðir

Dómstóll í Sádi-Arabíu hefur dæmt þrjá umbótasinna í fangelsi fyrir að reyna að skapa óróa í landinu og bjóða yfirvöldum birginn. Þeir voru handteknir í mars í fyrra ásamt níu öðrum fyrir að biðla til konungsfjölskyldunnar um að koma á stjórnarskárbundnu konungsdæmi og flýta fyrir pólitískum umbótum í landinu. Mennirnir, sem eru allir fræðimenn, fengu níu, sjö og sex ára dóma en dómarar í málinu sögðu að þeir hefðu virt hagsmuni þjóðarinnar að vettugi með því ræða við erlenda fjölmiðla og reynt að stuðla að múgsefjun í landinu. Bæði ættingjar og lögmenn mannanna undrast hve dómarnir eru þungir, en þeim verður öllum áfrýjað. Þrýst hefur verið á um umbætur í Sádi-Arabíu á alþjóðavettvangi en konungsfjölskyldan stjórnar þar með harðri hendi.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×