Innlent

Fjögurra til fimm leitað

Fjögurra til fimm manna er leitað eftir fólskulega líkamsárás í Hafnarstræti í fyrrinótt. Árásin var að sögn lögreglu tilefnislaus en árásarmennirnir þekktu ekki manninn sem ráðist var á. Maðurinn kom sér sjálfur á slysadeild eftir árásina, en hann var lemstraður auk þess sem tennur brotnuðu. Hann gat þó gefið lögreglu greinargóða lýsingu á árásarmönnunum, sem eru á þrítugsaldri, og veitir lögreglu aðstoð við leitina að þeim.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×