Innlent

Brúargólfið í kaf

Flætt hafði upp að burðarbitum árinnar yfir Jökulsá á Dal við Kárahnjúka um kvöldmatarleyti í gær og búist var við að yfir brúargólfið flæddi með kvöldinu, að sögn Haralds B. Alfreðssonar hjá framkvæmdaeftirliti Landsvirkjunar. Brúnni var lokað um klukkan sjö í fyrrakvöld í kjölfar vatnavaxta í ánni. Harald segir vatnavextina geta staðið fram eftir ágústmánuði en þeir eru árlegur viðburður. Lokun brúarinnar hefur engin áhrif á virkjanaframkvæmdir en hún hefur í för með sér rask fyrir ferðamenn á svæðinu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×