Innlent

Stóð út á miðri akbraut

Lögreglunni í Hafnarfirði barst laust eftir klukkan sex síðdegis í gær tilkynning um að maður gengi eftir miðri akbraut á Hafnarfjarðarvegi í Garðabæ. Umferð var á veginum á þessum tíma og mátti ekki miklu muna að illa færi þegar nokkrir bílar snögghemluðu af ótta við að aka manninn niður. Maðurinn, sem virtist vera á fimmtugs- eða sextugsaldri, sinnti því í engu þegar ökumenn þeyttu bílflautur sínar. Þegar lögreglan kom á vettvang var maðurinn á bak og burt. Málið er í rannsókn.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×