Innlent

Flestar konur með erlent ríkisfang á Vestfjörðum

Frá Ísafirði
Frá Ísafirði Mynd/Vísir

Hlutfall kvenna af erlendum uppruna er hvergi hærra en á Vestfjörðum en þar eru 6,6 prósent kvenna með erlent ríkisfang. Þetta kemur fram í frétt Bæjarins besta á Ísafirði. Þá er hlutfall íbúa með erlent ríkisfang á Vestfjörðum það næst hæsta á landinu eða 6,2 prósent en hæst er hlutfallið á Austurlandi þar sem 24,6% íbúa er með erlent ríkisfang. Hlutfall karla með erlent ríkisfang á Vestfjörðum er 5,8 prósent. Sé skoðaður fjöldi íbúa með erlent ríkisfang eftir sveitafélögum þá búa flestir í Tálknafjarðarhreppi eða rúm tólf prósent. Á Ísafirði eru um 6 prósent íbúa með erlent ríkisfang. Tölurnar eru fengnar frá Hagstofunni og miða við 1. desember 2005 en tölur um mannfjölda í einstökum sveitafélögum miðast við 1. desember 2004.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×