Innlent

Félagsmálaráðherra segir það aldrei hafa hvarflað að sér af segja af sér embætti

Mynd/Vísir

Árni Magnússon félagsmálaráðherra segir aldrei hafa hvarflað að sér að segja af sér embætti vegna hæstaréttardóms í máli fyrrverandi jafnréttisstýru. Þingflokkur Framsóknarflokksins kom saman til fundar í dag og ræddi í fyrsta sinn málið og viðbrögð ráðherrans. Fundurinn tók þó enga afstöðu. Hvorki var lýst yfir stuðningi eða vantrausti á ráðherra.

Formaður þingflokks framsóknarmanna sagði að engin stuðningsyfirlýsing við Árna hefði verið rædd enda hefði það ekki verið tilgangur fundarins. Hjálmar Árnason, formaður þingflokks Framsóknarflokks, segir að engin tillaga um stuðning hafi komið fram enda hafi fundurinn ekki verið hugsaður fyrir slíkt. Hjálmar segir óþarfi að lýsa yfir stuðningi með Árna. Hann segir að menn innan flokksins hafi tjáð sig um málið en hann ætli sé ekki að lýsa skoðunum þeirra, enda sé um afar flókið og viðkvæmt mál að ræða. Aðalatriðið sé að menn virði dóminn og Valgerði Bjarnadóttur. Hjálmar Árnason segist ekki telja að það verði framhald á málinu hjá þingflokknum.

Árni Magnússon segir að hann hafi farið fram á að fá að skýra sitt mál fyrir þingflokknum. Menn hafi skipst á skoðunum en ekki hafi orðið hörð skoðanaskipti. Árni Magnússon félagsmálaráðherra segir eðlilegt að menn í sinni stöðu yfirfari sín mál þegar dómur sem þessi falli. Hins vegar hafi það ekki hvarflað að honum að segja af sé. Hann segir að hann hafi farið málið og hann hafi reynt að átta sig á því hvort hann hafi gert mistök, hvar hann hafi gert þau og hvort hann geti lært eitthvað af málinu. Árni segir að hann þurfi að læra af málinu og það eigi líka við um aðra en hann telur að Hæstiréttur hafi dregið að einhverju leiti nýja línu í í framkvæmd laga um réttindi og skyldur opinberra starfsmanna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×