Innlent

Líkur á hvítum jólum á höfuðborgarsvæðinu jukust í dag

MYND/Vilhelm

Líkurnar á hvítum jólum á höfuðborgarsvæðinu jukust skyndilega í dag. En undanfarna tvo áratugi hefur aðeins verið frost í Reykjavík á aðfangadag og jóladag í helmingi tilvika. Hitinn hefur verið allt upp í átta stig. Haukur Holm horfði um öxl til jólaveðurs í dag.

Ein af stóru spurningunum sem menn velta fyrir sér fyrir jólin, er hvort þau verða rauð eða hvít. Það hefur stefnt í rauð jól á suðvesturhorni landsins lengst af, en í dag voru merki um snjókomu á þorláksmessu, þannig að líkurnar á að jólin verði hvít eða hvítleitari hafa eitthvað aukist. En hvernig hefur þetta verið undanfarin ár? Við litum tvo áratugi um öxl, eða aftur til ársins 1985. Þá kemur í ljós að í fyrra var 6 stiga frost á aðfangadag, en fjórum gráðum hlýrra daginn eftir, það er á jóladag. Þrjú árin þar á undan var annað hvort við frostmark eða hiti á aðfangadag og reyndar var hitinn 8 stig árið 2002, en á jóladag kólnaði aðeins. Síðan er þetta á víxl, en óhætt að segja að sjaldan hafi verið mjög kalt þessa daga. Á jóladag fyrir áratug var 9 stiga frost og 10 gráðu frost á aðfangadag árið 1988. Þannig að ljóst er að engan veginn er á vísan að róa með jólasnjóinn, en Sigurður Þ. Ragnarsson segir okkur meira um það hér á eftir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×