Innlent

Unnur Birna í skýjunum yfir sigrinum

Mynd/AP

Unnur Birna Vilhjálmsdóttir var valin Ungfrú heimur í Sanya í Kína í dag. Alls kepptu 102 stelpur frá jafnmörgum þjóðlöndum í keppninni en aðeins 15 þeirra komust í úrslit.

Unnur Birna sagði í samtali við NFS fréttastofuna rétt í þessu, að hún sé varla enn búin að átta sig á sigrinum. Unnur sagðist vera í skýjunum yfir sigrinum. Unnur Birna er þriðja íslenska konan sem hlýtur titilinn. Árið 1985 hlaut Hólmfríður Karlsdóttir titilinn og árið 1988 var Linda Pétursdóttir valin Ungfrú heimur. Keppnin í ár er söguleg en þetta er í fyrsta sinn sem áhorfendur geta greitt atkvæði með símakosningu og haft þannig áhrif á hvaða stúlkur komast í úrslit.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×