Innlent

Brotið gegn þeim sem aðhyllast lífsskoðunarfélög

MYND/Visir
Stórlega er brotið gegn þeim sem aðhyllast lífsskoðunarfélög í landinu, segir Sigurður Hólm Gunnarsson, talsmaður Siðmenntar sem vill fá sömu réttarstöðu og trúfélög líkt og gerist í Noregi. Lífsskoðunarfélög eru félagsskapur sem veita þá félagslegu þjónustu sem trúfélög veita, til að mynda borgaralegar fermingar og giftingar, en án trúarbragða. Í stað trúarbragða fjalla félögin um lífsgildi og siðfræði. Ríkið styrkir trúfélög með tilvísun í ákveðna félagslega þjónustu sem Siðmennt veitir eða vill veita. Því telja félagsmenn Siðmenntar það jafnræðismál að þeir fái sömu þjónustu og hefðbundin trúfélög og fái að greiða sóknargjöld sín til félagsins.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×