Innlent

Farmenn vilja frekar fastlaunakerfi

Yfirmenn á fiskiskipum eru orðnir svo óánægðir með kaup og kjör að allt að sjötíu prósent þeirra vilja hrófla við hlutaskiptakerfinu. Þeir neituðu því harðlega í síðustu samningum en á tímum hækkandi gengis krónunnar kjósa þeir greinilega að fá föst mánaðarlaun.

Ársþing Farmanna og fiskimannasambandsins var sett í dag . Þ ar kraumar mikil óánægja með kaup og kjör og einnig stjórnun útgerðanna. Í skoðanakönnun s amband sins er hægt að velja um tvo kosti , annaðhvort hlutaskiptakerfi sem sjómenn búa nú við eða fastlaunakerfi. Sjómenn hafa alla tíð haldið fast í hlutaskiptakerfið og í síðustu samningum gerðu útvegsmenn kröfur um fastlaunakerfi . S jómenn höfnuðu því alfarið en nú er meirihluti þeirra tilbúinn að skipta .

Sævar Gunnarsson, formaður Sjómannasambands Íslands, segir þessa niðurstöðu ekki koma sér á óvart en telur þessi viðhorf þó frekar endurspegla viðhorf skipstjórnarmanna en ekki endilega viðhorf allra sjómanna en hann sagðist þó hafa heyrt af þessu. Samningar við sjómenn losna ekki fyrr en í maí 2008o því verður tíminn að leiða í ljós hvort að þeir verða sama sinni á þeim tíma.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×