Innlent

Jólaþorpið opnað á laugardag

Jólaþorpið á Thorsplani í Hafnarfirði opnar klukkan tólf á laugardag en þar hefur verið komið fyrir tuttugu litlum jólahúsum. Tveimur tímum síðar verður svo kveikt á jolatrénu frá vinabæ Hafnarfjarðar Frederiksberg.

Hafnfirðingar fá einnig jólatré frá Cuxhaven sem verður við Flensborgarhöfn.

Jólatréð í Kópavogi verður á flötinni við Gerðasafn og verða ljós þess kveikt klukkan fjögur á laugardag, það tré er frá Norrköping í Svíþjóð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×