Innlent

Skráir ættir allra Íslendinga

Allir Íslendingar, fyrr og síðar, sem og afkomendur þeirra í útlöndum, eru að eignast samastað. Sá er í Skerjafirði. Þetta varanlega heimili Íslendinga er hjá Ættfræðiþjónustu Odds Helgasonar. Hann hefur um árabil verið ódrepandi við að safna saman ættum Íslendinga og lætur ekki bara þar við sitja, heldur eltir hann þá út fyrir landsteinana, en nú er hann að rannsaka sérstaklega Brasilíufarana og afkomendur þeirra í Brasilíu. Og reyndar ekki bara það. Oddur segir að hann sé að skrá ættir allra Íslendinga og það fólk sem tengist hérlendis og erlendis. Hann segir að starfsmenn ættfræðiþjónustunar vera með sambönd víða um heim og vinnan þurfi ekki að vera erfið, sé rétt staðið að málunum.

Oddi til aðstoðar við rannsókn á Brasilíuförunum er brasilískur maður, Luciano Dutra, sem kom hingað til lands fyrir fáeinum árum, en hefur náð undraverðum tökum á íslensku. Hann segir ekki hægt að segja hversu margir Brasilíumenn eigi ættir að rekja til Íslendinga. Luciano telur þó að á milli 1500-2000 Brasilíumenn eigi ættir að rekja til Íslendinga. Hann segist þó ekki vera kominn af Íslendingum heldur sé af blönduðum uppruna.

Oddur er líklega búinn að safna yfir milljón nöfnum í grunn sinn og gögn. Hann hefur upplýsingar um Íslending sem fórst með Titanic, annan sem fór sjö sinnu á Suðurpólinn og svo fyrirmynd James Bond. Hann biður fólk að henda engum gögnum um Brasilíufarana, bréfum eða yfirleitt nokkru sem varðar ættfræði því hann ætlar að safna upplýsingum um alla Íslendinga fyrr og síðar og allsstaðar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×