Innlent

Konukot opið allan sólarhringinn

Konukot verður framvegis opið allan sólarhringinn. Velferðarráð Reykjavíkur hefur ákveðið að veita Rauða kross Íslands fé til að svo geti orðið. Konukot hefur hingað til verið næturathvarf fyrir heimilislausar konur. Athvarfið er ætlað konum sem eiga hvergi höfði sínu að halla, eru í neyslu og þurfa stað til að sofa á.

Hingað til hefur Gistiskýlið, sem bæði er ætlað konum og körlum, verið er opið allan sólarhringinn. Í samþykkt Velferðarráðs í dag segir jafnframt að mikilvægt sé að bæta og auka þjónustu við þá sem eru utangarðs í samfélaginu. Velferðarráð óskar eftir tillögum Þjónustumiðstöðvar Miðborgar og Hlíða, Gistiskýlisins og Konukots um aðgerðir í nánustu framtíð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×