Innlent

Skilyrðum símapeninga við lagningu Sundabrautar aflétt

Vegagerðin er tilbúin að aflétta skilyrðum sem fylgdu símapeningunum við fyrirhugaðar framkvæmdir á Sundabraut. Vegagerðin telur nauðsynlegt að skoða allt málið í heild sinni í ljósi ákafra mótmæla íbúasamtaka Grafarvogs og Laugardals.

Skilyrðið var bundið svokallaðri landmótunarleið sem krefst mikilla framkvæmda í Hamrahverfi þar sem byggja þarf háar hljóðmanir á næstum allri leiðinni. Einnig er gríðarleg umferð fyrirsjáanleg í Sunda og Vogahverfi sem vegakerfið kemur ekki til með að anna. Guðmundur Hallvarðsson, formaður samgöngnefndar segir Vegagerðina þurfa að endueskoða alla kosti með hliðsjón af vilja íbúa. Af því leiðir að aflétta þarf þeim skilyrðum sem fylgdu símapeningunum þar sem hún var bundin við landmótunarleiðina. Hann sagði nauðsynlegt að skoða allt málið í heild sinni þar sem bæði yrði tekið tillit til umferðar og áhrifa framkvæmdanna á íbúa, bæði hvað varðar mengun og önnur umhversiáhrif.

Guðmundur sagði að við þessa endurskoðun yrði stuðst við þá miklu hugmynd- og hönnunarvinnu sem staðið hefur yfir frá 1996.Spurður að því hvort Vegagerðin tæki tillit til hugsanlegra íbúakosninga í Reykjavík næsta vor sagði Guðmund það vera allsendis óljóst þar sem kosningar væru ekki enn ákveðnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×