Innlent

Æðstu stjórnendur enn í lykilstöðum

Bensíni dælt á bílinn
Bensíni dælt á bílinn MYND/Hari

Ríkislögreglustjóri segir um rannsókn sína á ólöglegu verðsamráði stóru olíufélaganna að ætluð brotatilvik skipti hundruðum, en sjö æðstu stjórnendur félaganna þriggja, sem hvað oftast komu við sögu við rannsókn samkeppnisyfirvalda á sama máli, gegna enn lykilstjórnunarstöðum í olíufélögunum.

Þegar heimasíður olíufélaganna, eins og þær voru í morgun, er einn forstjóri, sem kom við sögu rannsóknar Samkeppnisstofnunar, enn forstjsóri, og aðstoðarforstjóri annars félags, sem tengdist rannsókninni hefur verið hækkaður upp í forstjóra. Þá er einn hinna seku ú samkeppnismálinu framkvæmdastjóri fjárfestinga og áhættustýringar, annar er framkvæmdastjóri markaðssviðs stórnotenda , sá þriðji framkvæmdastjóri Neytendasviðs og sá fjórði yfirmaður innkaupa- og áhættustýringar. Rannsókn Ríkislögreglustjóra snýr ekki aðeins að félögunum sjálfum, eins og rannsókn Samkeppnisyfirvalda, heldur einnig að sjálfum starfsmönnum félaganna, sem tengjast brotunum. Fram kemur í tilkynningu Ríkislögreglustjóra að um það bil 80 einstaklingar hafi verið yfirheyrðir og ætluð brot skipti hundruðum, eins og áður sagði. Ríkisaksóknari hefur málið nú til meðferaðr en rannsóknagögn telja á annan tug þúsunda blaðsíðna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×