Innlent

Ólafur Guðmundsson læknir fékk viðurkenningu Barnaheilla

MYND/Róbert

Viðurkenning Barnaheilla fyrir sérstakt framlag í þágu barna og réttinda þeirra voru afhent í Þjóðmenningarhúsinu í dag. Í þetta sinn var hún veitt Ólafi Guðmundssyni, yfirlækni á Barna- og unglingeðdeild, fyrir að hafa um margra ára skeið verið ötull talsmaður barna og unglinga sem þurfa á geðheilbrigðisþjónustu að halda. Ólafur er einnig formaður stjórnar Barnarannsókna og hefur staðið fyrir fjölmörgum rannsóknarverkefnum í barna- og unglingageðlæknisfræði. Áður hafa Barnahús, Hringurinn og Velferðarsjóður barna hlotið viðurkenninguna.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.