Innlent

Alvarlegt slys ofan Sveinatungu

MYND/Róbert

Alvarlegt umferðarslys varð í Norðurárdal í Borgarfirði nú á þriðja tímanum þegar fólksbíll hafnaði út í Norðurá, skammt ofan Sveinatungu. Lögregla og sjúkralið eru á vettvangi. Til stóð að senda þyrlu Landhelgisgæslunnar og köfunarmenn á staðinn en beiðni um þá aðstoð var afturkölluð. Ekki hafa fengist upplýsingar um það hversu margir voru í bílnum og hvert ástand þeirra er.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×