Innlent

Í efstu og neðstu sætum á OECD lista um heilbrigðismál

MYND/Heiða Helgadóttir
 

Ísland er ýmist í efstu eða neðstu sætunum á nýjum lista OECD yfir útgjöld til heilbrigðismála. Ísland eyðir miklu til heilbrigðismála en litlu í forvarnir.

Útgjöld Íslands til heilbrigðismála, sem hlutfall af vergri landsframleiðslu eru talsvert hærri hér á landi en að meðaltali í löndum OECD. Þetta kemur fram í skýrslu sem OECD kynnti í gær og miðar við árið 2003. Íslendingar vörðu 10,5 prósentum af vergri landsframleiðslu til heilbrigðismála á meðan meðaltalið hjá löndum OECD var 8,8 prósent. En á sama tíma eyddu Íslendingar hlutfallslega litlum hluta þeirrar upphæðar til forvarnarstarfs, eða einu koma fjóru prósenti. Þar erum við í fimmta neðsta sæti sem við deilum með Kóreubúum.

Fjórtán prósentum af allri upphæðinni er eytt í lyf og þar er Ísland vel fyrir neðan meðaltal. Í níunda neðsta sæti meðal tuttugu og átta landa. Slóvenar eyða mestu til lyfjakaupa eða þrjátíu og átta prósentum. En hérlendis eru hlutfallslega margir læknar á hverja þúsund íbúa eða þrír komma sex og þar erum við í fimmta efsta sæti. Sæunn Stefánsdóttir, aðstoðarmaður heilbrigðisráðherra, segir allan samanburð varhugaverðan þar sem löndin noti ólíka staðla og uppgjörsaðferðir. Hún segir að lága upphæð til forvarnarstarfa megi að einhverju leyti útskýra með því að framlög til Lýðheilsustöðvar sé ekki inni í þessari upphæð og heldur ekki heilsugæslustöðvar sem sinni forvarnarstörfum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×