Hamilton tryggði Detroit sigur í lokin 5. nóvember 2005 18:45 Rip Hamilton hefur farið á kostum með Detroit það sem af er tímabili NordicPhotos/GettyImages Tíu leikir voru á dagskrá í NBA deildinni í gærkvöldi og þar bar hæst sigurkarfa Rip Hamilton á lokasekúndunni gegn Boston í æsispennandi leik sem sýndur var beint á NBA TV á Digital Ísland. Rip Hamilton hefur farið á kostum í fyrstu leikjum tímabilsins og í gærkvöldi skoraði hann sigurkörfu Detroit í 82-81 sigri á Boston, um leið og lokaflautan gall. Hamilton hafði aðeins 0,8 sekúndur til að koma skotinu á körfuna og það tókst, en leikmenn Boston héldu að þeir hefðu tryggt sér sigurinn með skoti Mark Blount skömmu áður. Hamilton var stigahæstur í liði Detroit með 26 stig, en Paul Pierce skoraði 28 fyrir Boston. Memphis lagði Orlando á útivelli 94-85 þar sem Eddie Jones skoraði 25 stig og fimm þriggja stiga körfur, en Steve Francis skoraði 22 stig fyrir Orlando. Philadelphia tapaði þriðja leik sínum í röð þegar liðið steinlá fyrir lágt skrifuðu liði Charlotte á heimavelli 110-93. Áhorfendur bauluðu á lið Philadelphia, sem hefur byrjað skelfilega á leiktíðinni. Emeka Okafor skoraði 24 stig og hirti 11 fráköst fyrir Charlotte, en Allen Iverson skoraði 29 stig fyrir Philadelphia. New Jersey lagði Toronto 102-92. Richard Jefferson skoraði 35 stig og hirti 11 fráköst fyrir New Jersey, en Jose Calderon og Morris Peterson skoruðu 20 hvor fyrir Kanadaliðið. New York tapaði fyrsta heimaleiknum sínum þegar liðið lá gegn Washington 86-75. Gilbert Arenas skoraði 27 stig fyrir Washington en Stephon Marbury skoraði 19 fyrir New York, sem er án sigurs eftir tvo leiki. Meistarar San Antonio tóku Cleveland í kennslustund á heimavelli sínum 102-76 og sýndu liði Cleveland að það á enn langt í land með að blanda sér í baráttu þeirra bestu. Sigur meistaranna var fádæma öruggur og aldrei í hættu í síðari hálfleik. Tim Duncan skoraði 21 stig og hirti 10 fráköstu fyrir San Antonio, en LeBron James skoraði 20 fyrir Cleveland. Denver lék aftur undir stjórn þjálfara síns George Karl, sem hafði verið í leikbanni í fyrstu tveimur leikjum vetrarins og var allt annað að sjá til liðsins. Denver vann sinn fyrsta sigur með því að bursta lánlaust lið Portland 107-68. Marcus Camby skoraði 23 stig og hirti 17 fráköst fyrir Denver og Voshon Lenard skoraði 17 stig, hirti 10 fráköst og átti 8 stoðsendingar, en Darius Miles skoraði 13 fyrir Portland. Utah Jazz vann góðan útisigur á Golden State Warriors 91-85, en Golden State lék án Baron Davis sem var meiddur og það kann ekki góðri lukku að stýra fyrir lið Golden State, sem var heillum horfið í leik sem var sýndur á NBA TV. Mehmet Okur var aftur stigahæstur í liði Utah með 23 stig, þar af 19 í síðari hálfleik og hirti 14 fráköst. LA Clippers unnu auðveldan sigur á Atlanta Hawks 92-77. Cuttino Mobley skoraði 19 stig fyrir Clippers, en Salim Stoudemire skoraði 15 stig fyrir Atlanta. Að lokum vann Seattle sigur á Minnesota 107-102. Ray Allen skoraði 32 stig fyrir Seattle, en Kevin Garnett skoraði 23 stig, gaf 9 stoðsendingar og hirti 7 fráköst fyrir Minnesota. Erlendar Game Íþróttir Körfubolti NBA Mest lesið Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Eggaldin-bóndinn lét geitunginn ekki koma í veg fyrir sigur Sport Dansað á línunni á Extraleikunum: „Ég labba nefnilega skakkt bara yfirhöfuð“ Sport Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Enski boltinn „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít Handbolti Barði sig til blóðs eftir tap á HM Sport Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út Körfubolti Fleiri fréttir Eggaldin-bóndinn lét geitunginn ekki koma í veg fyrir sigur Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur Dansað á línunni á Extraleikunum: „Ég labba nefnilega skakkt bara yfirhöfuð“ „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít „Átta mig ekki á því af hverju það er víti og rautt“ Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum „Fannst við bara lélegir í kvöld“ Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út Botnliðið hrellti Aftureldingu og KA lék sér að eldinum Flott endurkoma FH og Valur vann í 83 marka leik „Auðvitað var þetta sjokk“ Barði sig til blóðs eftir tap á HM Afinn tapaði á ögurstundu Elliði framlengir dvölina í Gummersbach Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Rodgers á leið til Sádi-Arabíu Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Snæfríður Sól og Snorri Dagur eru sundfólk ársins Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron Bunting slapp með skrekkinn og mætir Indverjanum sem opnaði flóðgáttirnar Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Amorim verður ánægður ef Mainoo ræðir við hann um lán Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Sjá meira
Tíu leikir voru á dagskrá í NBA deildinni í gærkvöldi og þar bar hæst sigurkarfa Rip Hamilton á lokasekúndunni gegn Boston í æsispennandi leik sem sýndur var beint á NBA TV á Digital Ísland. Rip Hamilton hefur farið á kostum í fyrstu leikjum tímabilsins og í gærkvöldi skoraði hann sigurkörfu Detroit í 82-81 sigri á Boston, um leið og lokaflautan gall. Hamilton hafði aðeins 0,8 sekúndur til að koma skotinu á körfuna og það tókst, en leikmenn Boston héldu að þeir hefðu tryggt sér sigurinn með skoti Mark Blount skömmu áður. Hamilton var stigahæstur í liði Detroit með 26 stig, en Paul Pierce skoraði 28 fyrir Boston. Memphis lagði Orlando á útivelli 94-85 þar sem Eddie Jones skoraði 25 stig og fimm þriggja stiga körfur, en Steve Francis skoraði 22 stig fyrir Orlando. Philadelphia tapaði þriðja leik sínum í röð þegar liðið steinlá fyrir lágt skrifuðu liði Charlotte á heimavelli 110-93. Áhorfendur bauluðu á lið Philadelphia, sem hefur byrjað skelfilega á leiktíðinni. Emeka Okafor skoraði 24 stig og hirti 11 fráköst fyrir Charlotte, en Allen Iverson skoraði 29 stig fyrir Philadelphia. New Jersey lagði Toronto 102-92. Richard Jefferson skoraði 35 stig og hirti 11 fráköst fyrir New Jersey, en Jose Calderon og Morris Peterson skoruðu 20 hvor fyrir Kanadaliðið. New York tapaði fyrsta heimaleiknum sínum þegar liðið lá gegn Washington 86-75. Gilbert Arenas skoraði 27 stig fyrir Washington en Stephon Marbury skoraði 19 fyrir New York, sem er án sigurs eftir tvo leiki. Meistarar San Antonio tóku Cleveland í kennslustund á heimavelli sínum 102-76 og sýndu liði Cleveland að það á enn langt í land með að blanda sér í baráttu þeirra bestu. Sigur meistaranna var fádæma öruggur og aldrei í hættu í síðari hálfleik. Tim Duncan skoraði 21 stig og hirti 10 fráköstu fyrir San Antonio, en LeBron James skoraði 20 fyrir Cleveland. Denver lék aftur undir stjórn þjálfara síns George Karl, sem hafði verið í leikbanni í fyrstu tveimur leikjum vetrarins og var allt annað að sjá til liðsins. Denver vann sinn fyrsta sigur með því að bursta lánlaust lið Portland 107-68. Marcus Camby skoraði 23 stig og hirti 17 fráköst fyrir Denver og Voshon Lenard skoraði 17 stig, hirti 10 fráköst og átti 8 stoðsendingar, en Darius Miles skoraði 13 fyrir Portland. Utah Jazz vann góðan útisigur á Golden State Warriors 91-85, en Golden State lék án Baron Davis sem var meiddur og það kann ekki góðri lukku að stýra fyrir lið Golden State, sem var heillum horfið í leik sem var sýndur á NBA TV. Mehmet Okur var aftur stigahæstur í liði Utah með 23 stig, þar af 19 í síðari hálfleik og hirti 14 fráköst. LA Clippers unnu auðveldan sigur á Atlanta Hawks 92-77. Cuttino Mobley skoraði 19 stig fyrir Clippers, en Salim Stoudemire skoraði 15 stig fyrir Atlanta. Að lokum vann Seattle sigur á Minnesota 107-102. Ray Allen skoraði 32 stig fyrir Seattle, en Kevin Garnett skoraði 23 stig, gaf 9 stoðsendingar og hirti 7 fráköst fyrir Minnesota.
Erlendar Game Íþróttir Körfubolti NBA Mest lesið Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Eggaldin-bóndinn lét geitunginn ekki koma í veg fyrir sigur Sport Dansað á línunni á Extraleikunum: „Ég labba nefnilega skakkt bara yfirhöfuð“ Sport Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Enski boltinn „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít Handbolti Barði sig til blóðs eftir tap á HM Sport Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út Körfubolti Fleiri fréttir Eggaldin-bóndinn lét geitunginn ekki koma í veg fyrir sigur Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur Dansað á línunni á Extraleikunum: „Ég labba nefnilega skakkt bara yfirhöfuð“ „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít „Átta mig ekki á því af hverju það er víti og rautt“ Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum „Fannst við bara lélegir í kvöld“ Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út Botnliðið hrellti Aftureldingu og KA lék sér að eldinum Flott endurkoma FH og Valur vann í 83 marka leik „Auðvitað var þetta sjokk“ Barði sig til blóðs eftir tap á HM Afinn tapaði á ögurstundu Elliði framlengir dvölina í Gummersbach Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Rodgers á leið til Sádi-Arabíu Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Snæfríður Sól og Snorri Dagur eru sundfólk ársins Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron Bunting slapp með skrekkinn og mætir Indverjanum sem opnaði flóðgáttirnar Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Amorim verður ánægður ef Mainoo ræðir við hann um lán Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Sjá meira