Innlent

Innheimtumiðstöð sekta á Blönduósi

MYND/Pjetur

Björn Bjarnason dómsmálaráðherra hefur ákveðið að innheimtumiðstöð sekta og sakarkostnaðar verði sett upp á Blönduósi. Markmiðið með þeim breytingum er að samræma, einfalda og efla innheimtu sekta og sakarkostnaðar í öllu landinu og stuðla að eflingu sýslumannsembættisins, sem lengi hefur getið sér gott orð fyrir skilvirka framgöngu á þessu sviði, eins og segir í fréttatilkynningu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×