Sífellt fleiri börn hringja í 112 21. október 2005 00:01 „Hér hringja börn og fullorðnir. Tilfinningin segir okkur að hér hringi börn oftar nú, heldur en var framan af eftir að þetta samstarf komst á," segir Kristján Hoffmann, gæðastjóri Neyðarlínunnar 112. Nú er liðið vel á annað ár síðan samstarf Neyðarlínunnar og Barnaverndarstofu hófst. Það felst í því að Neyðarlínan tekur við símtölum frá öllum þéim sem vilja tilkynna grun sinn um ofbeldisbeitingu gagnvart börnum, allan sólarhringinn, alla daga árið um kring. „Fólk á öllum stigum þjóðfélagsins hringir," segir Kristján. Hann bætir við að Þessi þjónusta sé kynnt í skólum landsins, til að mynda með veggspjöldum á kennarastofum og göngum. Á þeim koma fram ítarlegar upplýsingar um úrræði sem Neyðarlínan býður upp á og í hvaða tilvikum eigi án tafar að hafa samband við hana. Þórhallur Ólafsson framkvæmdastjóri hjá Neyðarlínunni 112 segir að reynslan af þessari þjónustu hafi gefið mjög góða raun. „Við höfum fengið hingað tilkynningar um mál, sem hafa skipt sköpum," segir hann. „Það er mjög mikilvægt að fá slíkar upplýsingar, þannig að hægt sé að vísa þeim áfram til barnaverndarnefnda." Hann segir enn fremur, að þegar Neyðarlínunni berist tilkynningar um ofbeldi gegn börnum séu helstu upplýsingar skráðar og þeim komið til viðkomandi barnaverndarnefndar. Að öðru leyti séu starfsmenn bundnir algjörum trúnaði. Sé barn talið vera í hættu er barnaverndarstarfsmaður tafarlaust kallaður út. Í þeim tilvikum sem aðstæður barnsins eru ekki eins brýnar er upplýsingum komið áfram í upphafi næsta vinnudags. „þetta er fyrsta landið í Evrópu þar sem Neyðarlínan 112 tekur að sér slíka þjónustu," segir Þórhallur. „Markmiðið er fyrst og fremst að auðvelda að tilkynning um ofbeldishegðun gegn barni komist til barnaverndarnefndar hvenær sólarhringisins sem er. Fólk á að hringja hafi það minnsta grun um slíkt," bætir hann við og undirstrikar tilkynningarskyldu almennings og fagfólks samkvæmt barnaverndarlögum. Þórhallur sér um tölulega vinnslu gagna, meðal annars hvað varðar innhringingar vegna gruns um ofbeldi gagnvart börnum. Hann segir þær tölur vera í vinnslu og því ekki hægt að gefa þær upp að sinni. Fréttir Innlent Mest lesið Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Innlent Fleiri fréttir Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Sjá meira
„Hér hringja börn og fullorðnir. Tilfinningin segir okkur að hér hringi börn oftar nú, heldur en var framan af eftir að þetta samstarf komst á," segir Kristján Hoffmann, gæðastjóri Neyðarlínunnar 112. Nú er liðið vel á annað ár síðan samstarf Neyðarlínunnar og Barnaverndarstofu hófst. Það felst í því að Neyðarlínan tekur við símtölum frá öllum þéim sem vilja tilkynna grun sinn um ofbeldisbeitingu gagnvart börnum, allan sólarhringinn, alla daga árið um kring. „Fólk á öllum stigum þjóðfélagsins hringir," segir Kristján. Hann bætir við að Þessi þjónusta sé kynnt í skólum landsins, til að mynda með veggspjöldum á kennarastofum og göngum. Á þeim koma fram ítarlegar upplýsingar um úrræði sem Neyðarlínan býður upp á og í hvaða tilvikum eigi án tafar að hafa samband við hana. Þórhallur Ólafsson framkvæmdastjóri hjá Neyðarlínunni 112 segir að reynslan af þessari þjónustu hafi gefið mjög góða raun. „Við höfum fengið hingað tilkynningar um mál, sem hafa skipt sköpum," segir hann. „Það er mjög mikilvægt að fá slíkar upplýsingar, þannig að hægt sé að vísa þeim áfram til barnaverndarnefnda." Hann segir enn fremur, að þegar Neyðarlínunni berist tilkynningar um ofbeldi gegn börnum séu helstu upplýsingar skráðar og þeim komið til viðkomandi barnaverndarnefndar. Að öðru leyti séu starfsmenn bundnir algjörum trúnaði. Sé barn talið vera í hættu er barnaverndarstarfsmaður tafarlaust kallaður út. Í þeim tilvikum sem aðstæður barnsins eru ekki eins brýnar er upplýsingum komið áfram í upphafi næsta vinnudags. „þetta er fyrsta landið í Evrópu þar sem Neyðarlínan 112 tekur að sér slíka þjónustu," segir Þórhallur. „Markmiðið er fyrst og fremst að auðvelda að tilkynning um ofbeldishegðun gegn barni komist til barnaverndarnefndar hvenær sólarhringisins sem er. Fólk á að hringja hafi það minnsta grun um slíkt," bætir hann við og undirstrikar tilkynningarskyldu almennings og fagfólks samkvæmt barnaverndarlögum. Þórhallur sér um tölulega vinnslu gagna, meðal annars hvað varðar innhringingar vegna gruns um ofbeldi gagnvart börnum. Hann segir þær tölur vera í vinnslu og því ekki hægt að gefa þær upp að sinni.
Fréttir Innlent Mest lesið Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Innlent Fleiri fréttir Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Sjá meira