Innlent

Fuglaflensa ógnar alifuglabúum

Þegar fuglaflensan berst til landsins eru það alifuglabúin sem eru í hættu. Smitist kjúklingarnir og kalkúnarnir þarf að drepa þá alla. Það er óhætt að fara niður að tjörn og ferðast til landa þar sem fuglaflensa hefur greinst svo lengi sem fólk handfjatlar ekki sýkta fugla eða handfjatlar dreiti þeirra. En þó mannfólki stendur engin ógn af fuglaflensu, að minnsta kosti meðan hún stökkbreytist ekki, gildir annað um fugla, ekki síst um alifugla. Íslenskir alifuglabændur græða í raun hálfpartinn á því að kamfílóbakter hafi komið upp í kjúklingum, því í kjölfarið var gripið til ýmiss konar forvarnaraðgerða sem nýtast þegar fuglaflensan berst hingað. Meginverkefnið er að verja kjúklinga gegn umhverfinu, einkum driti farfugla sem bera flensuna með sér. Íslensku kjúklingabúin hafa velflest skermt af loftræstikerfi sem farfuglar leituðu í hlýjuna af, á köldum vetrardögum. Þeir leita einnig í fóðurtanka og drita í kringum þá, og því eru stóttvarnir fyrir starfsmenn sem fara inn í húsin sem hýsa kjúklingana talsverðar: þeir skilja eftir yfirhafnir og fara í hlífðargalla, fara í sótthreinsaða skó og eru með einnota hanska. Þetta telja kjúklingabændur að sé besta vörn þeirra gegn fuglaflensu. Og berist flensan í kjúklinga verður að drepa þá alla. En fari þrátt fyrir það kjöt af sýktum fuglum í matvöruverslanir er hættan á smiti með þeim hætti nánast engin, að því tilskyldu að fólk steiki eða sjóði kjötið vel.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×