Norskum strandgæslumönnum rænt 18. október 2005 00:01 Tveir eftirlitsmenn frá norsku strandgæslunni sem rússneskur togari rændi á sunnudagskvöld, eru enn um borð í togaranum. Rússnesk stjórnvöld hafa sent herskip á móti honum og er því ætlað að ná í Norðmennina. Rússarnir halda því fram að skotið hafi verið að þeim, en því neita norsk stjórnvöld. Á laugardagsmorguninn síðasta stöðvaði norska varðskipið KV Tromsö rússneska togarann Elektron skammt frá Svalbarða, rétt við Smuguna. Tveir starfsmenn strandgæslunnar fóru um borð í Elektron og mæltu fyrir um að togaranum skyldi siglt til hafnar í Tromsö, þar sem í ljós kom að fiskveiðilöggjöfin hafði verið margbrotin. Netmöskvar voru til að mynda of smáir. Eftir að hafa fylgt KV Tromsö í sólarhring, skipti rússneski skipstjórinn skyndilega um skoðun og stefndi til Rússlands. Varðskipið fylgdi togaranum eftir en mikil bræla var á leiðinni, ölduhæð átta til níu metrar og því ómögulegt fyrir varðskipið að freista þess að endurheimta mennina. Þyrla landhelgisgæslunnar sveimaði í kringum skipið og lýsti upp brúna til að reyna að fá það til að stansa en allt kom fyrir ekki. Nú er togarinn svo kominn inn í rússneska efnahagslögsögu og nálgast óðum tólf mílna landhelgina, sem gerir Norðmönnunum ókleift að aðhafast nokkuð frekar. Skipherrann íhugaði því að sögn að skjóta á togarann til að fá hann til að stansa. Úr því varð þó ekki, segir hann, en Rússarnir halda því fram að skotið hafi verið að þeim. Það auðveldar ekki málið að ný ríkisstjórn tók við í Noregi í gær, og var utanríkisráðherrann nýbakaði að setja sig inn í málið. Norðmennirnir tveir segja að vel sé farið með þá, en vistin sé samt ekki sú skemmtilegasta. TV2 í Noregi hefur eftir talsmanni rússneska sendiherrans í Ósló, að samkomulag hafi náðst um að rússneska herskipið Tvér muni mæta Elektron við tólf mílna mörkin milli klukkan fjögur og sex í nótt og ná í Norðmennina. Skipstóri Elektron segist vera á leið til hafnar í Murmansk, þaðan sem hann er gerður út, að skipan eigenda útgerðarinnar. Norðmenn vilja hins vegar að togarinn verði færður til norskrar hafnar og segja ekkert samkomulag hafa verið gert. Erlent Fréttir Mest lesið Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Erlent VG og Sanna sameina krafta sína Innlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Innlent Fleiri fréttir Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalir lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Sjá meira
Tveir eftirlitsmenn frá norsku strandgæslunni sem rússneskur togari rændi á sunnudagskvöld, eru enn um borð í togaranum. Rússnesk stjórnvöld hafa sent herskip á móti honum og er því ætlað að ná í Norðmennina. Rússarnir halda því fram að skotið hafi verið að þeim, en því neita norsk stjórnvöld. Á laugardagsmorguninn síðasta stöðvaði norska varðskipið KV Tromsö rússneska togarann Elektron skammt frá Svalbarða, rétt við Smuguna. Tveir starfsmenn strandgæslunnar fóru um borð í Elektron og mæltu fyrir um að togaranum skyldi siglt til hafnar í Tromsö, þar sem í ljós kom að fiskveiðilöggjöfin hafði verið margbrotin. Netmöskvar voru til að mynda of smáir. Eftir að hafa fylgt KV Tromsö í sólarhring, skipti rússneski skipstjórinn skyndilega um skoðun og stefndi til Rússlands. Varðskipið fylgdi togaranum eftir en mikil bræla var á leiðinni, ölduhæð átta til níu metrar og því ómögulegt fyrir varðskipið að freista þess að endurheimta mennina. Þyrla landhelgisgæslunnar sveimaði í kringum skipið og lýsti upp brúna til að reyna að fá það til að stansa en allt kom fyrir ekki. Nú er togarinn svo kominn inn í rússneska efnahagslögsögu og nálgast óðum tólf mílna landhelgina, sem gerir Norðmönnunum ókleift að aðhafast nokkuð frekar. Skipherrann íhugaði því að sögn að skjóta á togarann til að fá hann til að stansa. Úr því varð þó ekki, segir hann, en Rússarnir halda því fram að skotið hafi verið að þeim. Það auðveldar ekki málið að ný ríkisstjórn tók við í Noregi í gær, og var utanríkisráðherrann nýbakaði að setja sig inn í málið. Norðmennirnir tveir segja að vel sé farið með þá, en vistin sé samt ekki sú skemmtilegasta. TV2 í Noregi hefur eftir talsmanni rússneska sendiherrans í Ósló, að samkomulag hafi náðst um að rússneska herskipið Tvér muni mæta Elektron við tólf mílna mörkin milli klukkan fjögur og sex í nótt og ná í Norðmennina. Skipstóri Elektron segist vera á leið til hafnar í Murmansk, þaðan sem hann er gerður út, að skipan eigenda útgerðarinnar. Norðmenn vilja hins vegar að togarinn verði færður til norskrar hafnar og segja ekkert samkomulag hafa verið gert.
Erlent Fréttir Mest lesið Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Erlent VG og Sanna sameina krafta sína Innlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Innlent Fleiri fréttir Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalir lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Sjá meira
Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila