Hægir á umsvifum 2007 4. október 2005 00:01 Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra sagði í stefnuræðu sinni á alþingi í gærkvöldi að uppbygging stóriðju hefði öðru fremur leitt efnahagssveiflu undanfarið og að sama yrði upp á teningnum á næsta ári. En að óbreyttu væri hins vegar útlit fyrir að eftir það hægði verulega á umsvifum í efnahagslífinu. „Til þess að bregðast við þessum horfum hefur ríkisstjórnin meðal annars lagt fram ítarlegar tillögur um það hvernig ráðstöfun söluandvirðis Símans verði best hagað. Jafnframt hefur ríkisstjórnin lagt mikla áherslu á að treysta undirstöður atvinnulífsins með stórauknum fjárframlögum til rannsóknar- og frumkvöðlastarfsemi," sagði Halldór Geir H. Haarde utanríkisráðherra tók undir þetta í sinni ræðu. Alls staðar væri fengist við nýjungar og unga fólkið aflaði sér þekkingar um heim allan til að byggja upp heima fyrir. Við lifðum á sannkölluðu framfaraskeiði. „Það er við þessar aðstæður sem þau tímamót verða að Davíð Oddsson formaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi forsætisráðherra ákveður að hverfa af vettvangi stjórnmálanna til annarra starfa. Davíð Oddsson hefur ótvírætt verið einn fremsti stjórnmálaforingi Íslendinga á glæsilegasta framfaratímabili í sögu þjóðarinnar .Undir hans forystu hefur ríkt festa og öryggi í landsmálum á tímum ótrúlegra breytinga. Þjóðin á honum mikið að þakka." Geir sagði að kaupmáttur hefði aukist að raungildi um 50 prósent á 10 árum. Hann sagði meðal annars að áræði íslenskra athafnamanna vekti athygli langt út fyrir landsteinana. „Með aukinni alþjóðavæðingu, bættum samgöngum og nútíma tækni er fyrirhafnalítið að flytja á milli landa og við þurfum því að leggja okkur enn betur fram um að halda í fyrirtækin okkar og starfsfólk þeirra... Það er stefna okkar sjálfstæðismanna að ríkisvaldið eigi að vera nægilega sterkt til þess að verja þá veikari en nógu veikt til þess að hinir sterkari fái notið krafta sinna," sagði Geir H. Haarde í ræðu sinni í gærkvöldi. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent Fyrsta haustlægðin mætt til landsins Veður Fleiri fréttir Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Sjá meira
Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra sagði í stefnuræðu sinni á alþingi í gærkvöldi að uppbygging stóriðju hefði öðru fremur leitt efnahagssveiflu undanfarið og að sama yrði upp á teningnum á næsta ári. En að óbreyttu væri hins vegar útlit fyrir að eftir það hægði verulega á umsvifum í efnahagslífinu. „Til þess að bregðast við þessum horfum hefur ríkisstjórnin meðal annars lagt fram ítarlegar tillögur um það hvernig ráðstöfun söluandvirðis Símans verði best hagað. Jafnframt hefur ríkisstjórnin lagt mikla áherslu á að treysta undirstöður atvinnulífsins með stórauknum fjárframlögum til rannsóknar- og frumkvöðlastarfsemi," sagði Halldór Geir H. Haarde utanríkisráðherra tók undir þetta í sinni ræðu. Alls staðar væri fengist við nýjungar og unga fólkið aflaði sér þekkingar um heim allan til að byggja upp heima fyrir. Við lifðum á sannkölluðu framfaraskeiði. „Það er við þessar aðstæður sem þau tímamót verða að Davíð Oddsson formaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi forsætisráðherra ákveður að hverfa af vettvangi stjórnmálanna til annarra starfa. Davíð Oddsson hefur ótvírætt verið einn fremsti stjórnmálaforingi Íslendinga á glæsilegasta framfaratímabili í sögu þjóðarinnar .Undir hans forystu hefur ríkt festa og öryggi í landsmálum á tímum ótrúlegra breytinga. Þjóðin á honum mikið að þakka." Geir sagði að kaupmáttur hefði aukist að raungildi um 50 prósent á 10 árum. Hann sagði meðal annars að áræði íslenskra athafnamanna vekti athygli langt út fyrir landsteinana. „Með aukinni alþjóðavæðingu, bættum samgöngum og nútíma tækni er fyrirhafnalítið að flytja á milli landa og við þurfum því að leggja okkur enn betur fram um að halda í fyrirtækin okkar og starfsfólk þeirra... Það er stefna okkar sjálfstæðismanna að ríkisvaldið eigi að vera nægilega sterkt til þess að verja þá veikari en nógu veikt til þess að hinir sterkari fái notið krafta sinna," sagði Geir H. Haarde í ræðu sinni í gærkvöldi.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent Fyrsta haustlægðin mætt til landsins Veður Fleiri fréttir Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Sjá meira