Útrýma verði kanínum í náttúrunni 4. október 2005 00:01 Útrýma verður kanínum úr íslenskri náttúru áður en þær valda skaða á lífríkinu, segir Náttúrufræðistofnun, sem leggur til að sérþjálfaðir hundar og gas verði notað til verksins. Þær eru ósköp sætar, enda vinsælt gæludýr, og þannig námu þær land í íslenskri náttúru en þar eru þær ekki til yndis heldur skaða. Alvarlegust er staðan í Vestmannaeyjum þar sem kanínur, þúsundum saman, ógna lundabyggð, gera holur í golfvöllinn og naga trjágróður. Það þarf sérstakt leyfi til að drepa kanínur og það hafa Vestmanneyingar fengið frá umhverfisráðuneytinu undanfarin ár. Dýraverndarsamband Íslands krefst þess að ráðuneytið afturkalli þetta leyfi, það sé ólöglegt, kanínur séu búfé og ekkert sanni að þær valdi skaða á lundabyggð. Sigríður Anna Þórðardóttir umhverfisráðherra segir að ljóst sé að eins og þetta sé í Vestmannaeyjum þá séu kanínur þar hvorki gæludýr né bústofn, það er enginn sem ber ábyrgð á þeim þar sem engir eigendur eru. Þar að auki þá trufla þær varp lundans og niðurstaða rannsóknarverkefnis sem gert var sýndi að lundabyggð stafaði hætta af kanínunum. Það sem meira er, þá hefur Náttúrufræðistofnun árum saman lýst þeirri skoðun sinni að það beri hreinlega að útrýma kanínum úr íslenskri náttúru áður en þessi framandi tegund veldur meiri skaða. Náttúrufræðistofnun vill að kanínuveiðar verði gefnar frjálsar, að ekki þurfi sérstakt leyfi til að veiða kanínur. Sigríður Anna segir að það komi til greina og hún mun skoða það að setja slíkt ákvæði inn í lögin. Náttúrufræðistofnun nefnir ýmsar leiðir sem hafa verið notaðar í útlöndum til að útrýma kanínum, eins og að sérþjálfaðir hundar snuðri þær uppi, eða nota gas sem er sett í kanínuholur og mun hafa gefist vel á Bretlandseyjum. Fréttir Innlent Mest lesið Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Fleiri fréttir Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Sjá meira
Útrýma verður kanínum úr íslenskri náttúru áður en þær valda skaða á lífríkinu, segir Náttúrufræðistofnun, sem leggur til að sérþjálfaðir hundar og gas verði notað til verksins. Þær eru ósköp sætar, enda vinsælt gæludýr, og þannig námu þær land í íslenskri náttúru en þar eru þær ekki til yndis heldur skaða. Alvarlegust er staðan í Vestmannaeyjum þar sem kanínur, þúsundum saman, ógna lundabyggð, gera holur í golfvöllinn og naga trjágróður. Það þarf sérstakt leyfi til að drepa kanínur og það hafa Vestmanneyingar fengið frá umhverfisráðuneytinu undanfarin ár. Dýraverndarsamband Íslands krefst þess að ráðuneytið afturkalli þetta leyfi, það sé ólöglegt, kanínur séu búfé og ekkert sanni að þær valdi skaða á lundabyggð. Sigríður Anna Þórðardóttir umhverfisráðherra segir að ljóst sé að eins og þetta sé í Vestmannaeyjum þá séu kanínur þar hvorki gæludýr né bústofn, það er enginn sem ber ábyrgð á þeim þar sem engir eigendur eru. Þar að auki þá trufla þær varp lundans og niðurstaða rannsóknarverkefnis sem gert var sýndi að lundabyggð stafaði hætta af kanínunum. Það sem meira er, þá hefur Náttúrufræðistofnun árum saman lýst þeirri skoðun sinni að það beri hreinlega að útrýma kanínum úr íslenskri náttúru áður en þessi framandi tegund veldur meiri skaða. Náttúrufræðistofnun vill að kanínuveiðar verði gefnar frjálsar, að ekki þurfi sérstakt leyfi til að veiða kanínur. Sigríður Anna segir að það komi til greina og hún mun skoða það að setja slíkt ákvæði inn í lögin. Náttúrufræðistofnun nefnir ýmsar leiðir sem hafa verið notaðar í útlöndum til að útrýma kanínum, eins og að sérþjálfaðir hundar snuðri þær uppi, eða nota gas sem er sett í kanínuholur og mun hafa gefist vel á Bretlandseyjum.
Fréttir Innlent Mest lesið Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Fleiri fréttir Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Sjá meira