Sameining ólíkleg á Reykjanesi 4. október 2005 00:01 Bæjarstjóri Reykjanessbæjar segir ólíklegt að af sameiningu Reykjanessbæjar, Garðs og Sandgerðis verði, þótt hann telji það einu skynsamlegu lausnina. Skiptar skoðanir eru á því hvort sameining Reykjanesbæjar, Garðs og Sandgerðis sé skynsamleg. Kosningar eru framundan en ellefu ár eru síðan Keflavík, Hafnir og Njarðvík sameinuðust í Reykjanesbæ. Og skoðanirnar eru sterkar. Sigurður Jónsson, bæjarstjóri í Garði, segir 1400 manns búa þar og sveitarfélagið eigi sér 97 ára sögu og sé í sífelldri sókn. Íbúum hafi fjölgað mikið og bæjaryfirvöld geti veitt alla þá þjónustu sem með þurfi þannig að hann telji enga ástæðu til þess að bæjarfélögin þrjú sameinist nú. Ýmsir hafa velt því fyrir sér hvort eigin hagsmunir spili inn í en líklegt þykir að ef sameiningu verði muni bæjarstjórinn í Reykjanesbæ einn halda starfi sínu. Aðspurður hvort hann sé ekki bara hræddur um að missa vinnuna segir Sigurður að bæjarstjórastarfið sé ekki það öruggasta starf sem hægt sé að velja sér. Kosið sé á fjögurra ára fresti og þá geti orðið meirihlutaskipti. Sigurður hvetur sitt fólk til að hafna sameiningu og segir Garð hafa alla burði til að vera sjálfstætt bæjarfélag. Það sé mun nær að fólk velji sér sjálft sína menn sem það vilji að stjórni fremur en að það sé í einhverri fjarlægð í stóru sveitarfélagi. Áhuginn fyrir sameiningu eru þó meiri í Reykjanesbæ. Árni Sigfússon, bæjarstjóri í Reykjanesbæ, segir að svæðið sé eitt atvinnusvæði og það eigi að vera eitt tekjujöfnunarsvæði. Þess vegna telji yfirvöld í Reykjanesbæ mjög skynsamlegt að menn geti horft á þetta í sameiningu sem eitt sveitarfélag og byggt upp á þeim miklu tækifærum sem þar séu. Árni segir þúsund til fimmtán hundruð manna sveitarfélög illa geta þjónað íbúum sínum þegar kemur að löggæslu, málefnum fatlaðra og heilsugæslu svo fáein dæmi séu tekin. Því sé skynsamlegra að sameina þessi sveitarfélög. Hann segist hins vegar óttast með þeim áróðri sem verið hafi gegn sameiningunni hjá Sandgerðingum og í Garðinum sé ólíklegt að af sameiningunni verði. Sveitarfélögin á landinu öllu eru um 100 talsins. Í yfir 70 þeirra búa undir eitt þúsund manns. Þessi sveitarfélög ber að sameina, segir bæjarstjórinn í Sandgerði, Sigurður Valur Ásbjarnarson. Hann segir 1500 manns búa í Sandgerði og sveitarfélagið hafi mestar tekjur á svæðinu. Skuldirnir séu svipaðar og í hinum sveitarfélögunum en eignir séu mestar þar á hvern íbúa. Þetta verði íbúar bæjarfélagsins að vega og meta og ekki megi gleyma því að þjónustugjöldin í Sandgerði séu þau lægstu á svæðinu. Sigurður vill þó ekki gefa upp hvort hann persónulega vilji sameiningu. Af orðum hans af dæma má þó lesa út að hann sé ekki eins spenntur og til dæmis Árni. Svör fólksins í bæjunum eru jafn misjöfn og bæjarstjóranna þriggja. Frjálslyndi flokkurinn er að undirbúa frumvarp sem miðar að því að hægt verði að slíta samstarfi sameinaðra sveitarfélaga, þar sem það er mat flokksins að það sé óeðlilegt að ekki sé hægt að skilja ef hjónabandið gengur ekki upp. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Víða rigning og hiti að fjórtán stigum Veður Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Innlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Fleiri fréttir Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sjá meira
Bæjarstjóri Reykjanessbæjar segir ólíklegt að af sameiningu Reykjanessbæjar, Garðs og Sandgerðis verði, þótt hann telji það einu skynsamlegu lausnina. Skiptar skoðanir eru á því hvort sameining Reykjanesbæjar, Garðs og Sandgerðis sé skynsamleg. Kosningar eru framundan en ellefu ár eru síðan Keflavík, Hafnir og Njarðvík sameinuðust í Reykjanesbæ. Og skoðanirnar eru sterkar. Sigurður Jónsson, bæjarstjóri í Garði, segir 1400 manns búa þar og sveitarfélagið eigi sér 97 ára sögu og sé í sífelldri sókn. Íbúum hafi fjölgað mikið og bæjaryfirvöld geti veitt alla þá þjónustu sem með þurfi þannig að hann telji enga ástæðu til þess að bæjarfélögin þrjú sameinist nú. Ýmsir hafa velt því fyrir sér hvort eigin hagsmunir spili inn í en líklegt þykir að ef sameiningu verði muni bæjarstjórinn í Reykjanesbæ einn halda starfi sínu. Aðspurður hvort hann sé ekki bara hræddur um að missa vinnuna segir Sigurður að bæjarstjórastarfið sé ekki það öruggasta starf sem hægt sé að velja sér. Kosið sé á fjögurra ára fresti og þá geti orðið meirihlutaskipti. Sigurður hvetur sitt fólk til að hafna sameiningu og segir Garð hafa alla burði til að vera sjálfstætt bæjarfélag. Það sé mun nær að fólk velji sér sjálft sína menn sem það vilji að stjórni fremur en að það sé í einhverri fjarlægð í stóru sveitarfélagi. Áhuginn fyrir sameiningu eru þó meiri í Reykjanesbæ. Árni Sigfússon, bæjarstjóri í Reykjanesbæ, segir að svæðið sé eitt atvinnusvæði og það eigi að vera eitt tekjujöfnunarsvæði. Þess vegna telji yfirvöld í Reykjanesbæ mjög skynsamlegt að menn geti horft á þetta í sameiningu sem eitt sveitarfélag og byggt upp á þeim miklu tækifærum sem þar séu. Árni segir þúsund til fimmtán hundruð manna sveitarfélög illa geta þjónað íbúum sínum þegar kemur að löggæslu, málefnum fatlaðra og heilsugæslu svo fáein dæmi séu tekin. Því sé skynsamlegra að sameina þessi sveitarfélög. Hann segist hins vegar óttast með þeim áróðri sem verið hafi gegn sameiningunni hjá Sandgerðingum og í Garðinum sé ólíklegt að af sameiningunni verði. Sveitarfélögin á landinu öllu eru um 100 talsins. Í yfir 70 þeirra búa undir eitt þúsund manns. Þessi sveitarfélög ber að sameina, segir bæjarstjórinn í Sandgerði, Sigurður Valur Ásbjarnarson. Hann segir 1500 manns búa í Sandgerði og sveitarfélagið hafi mestar tekjur á svæðinu. Skuldirnir séu svipaðar og í hinum sveitarfélögunum en eignir séu mestar þar á hvern íbúa. Þetta verði íbúar bæjarfélagsins að vega og meta og ekki megi gleyma því að þjónustugjöldin í Sandgerði séu þau lægstu á svæðinu. Sigurður vill þó ekki gefa upp hvort hann persónulega vilji sameiningu. Af orðum hans af dæma má þó lesa út að hann sé ekki eins spenntur og til dæmis Árni. Svör fólksins í bæjunum eru jafn misjöfn og bæjarstjóranna þriggja. Frjálslyndi flokkurinn er að undirbúa frumvarp sem miðar að því að hægt verði að slíta samstarfi sameinaðra sveitarfélaga, þar sem það er mat flokksins að það sé óeðlilegt að ekki sé hægt að skilja ef hjónabandið gengur ekki upp.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Víða rigning og hiti að fjórtán stigum Veður Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Innlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Fleiri fréttir Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sjá meira