Innlent

Listaverk fært vegna framkvæmda

Vegna framkvæmda við stækkun Fjórðungssjúkrahússins í Neskaupstað þarf að gera ráðstafanir til að varðveita eitt þriggja listaverka sem Tryggvi Ólafsson gerði og standa á framhlið sjúkrahússins. Þetta er mat bæjarfulltrúans Magna Kristjánssonar í Fjarðabyggð. Magni segir ljóst að vegna stækkunar sjúkrahússins muni eitt af þremur verkum Tryggva þurfa að víkja og hefur Magni því óskað þess að bæjarstjóra Fjarðabyggðar verði falið að hefja viðræður við stjórnendur Fjórðungssjúkrahússins um hvernig megi varðveita verk Tryggva þrátt fyrir framkvæmdirnar. Verkin sem um ræðir eru þrjár hendur sem Tryggvi málaði á húsið fyrir nokkrum áratugum en að sögn Magna er ein af leiðunum til að varðveita það verk sem fyrirséð er að þurfi að víkja, sú að taka steypubrot úr útveggnum þar sem listaverkið er og koma því fyrir á nýbyggingu sjúkrahússins.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×