Innlent

200 milljónir vegna vegabréfanna

Rúmlega tvö hundruð milljónum verður varið í kaup á vél- og hugbúnaði fyrir Útlendingastofnun og sýslumannaembætti á næsta ári svo hægt verði að gefa út vegabréf með lífkennum. Þetta kemur fram í fjárlögum sem voru lögð fram í gær. Bandarísk stjórnvöld, Alþjóðaflugmálastjórnin og Schengen-sambandið hafa gert kröfu um að tekin verði í notkun vegabréf, vegabréfsáritanir og dvalarleyfi sem innihalda lífkenni. Rúmar hundrað og sextíu milljónir króna þarf til kaupa á fingrafaralesurum fyrir sýslumannsembættin auk vél- og hugbúnaðar fyrir Útlendingastofnun vegna vegabréfanna sem hvert um sig á að kosta 1150 krónur. Þá fara fimmtíu milljónir í kaup á búnaði svo hægt verði að taka upp lífkenni í vegabréfsáritanir og dvalarleyfi í tengslum við Schengen-samstarfið.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×