Erlent

Tveir í vörslu lögreglunnar á Balí

Lögreglan á Indónesíu hefur tvo aðila í sinni vörslu í tengslum við rannsóknina á sjálfsmorðssprengjuárásinni á Balí síðastliðinn laugardag þar sem nítján létust og meira en hundrað manns særðust. Þeir eru þó ekki grunaðir um verknaðinn en eru taldir geta varpað einhverju ljósi á málið. Í gær voru birtar myndir af mönnum sem talið er að séu árásarmennirnir. Þá segist lögreglan á Balí hafa tvo Malasíumenn grunaða um að hafa skipulagt árásirnar en þeir hafa verið eftirlýstir síðan hryðjuverkin voru framin á Balí árið 2002 þar sem rúmlega 200 manns létust.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×