Erlent

Drukknuðu í Lake George

Tuttugu eldri borgarar drukknuðu þegar skemmtibáti hvolfdi eftir að alda frá stærri báti skall á honum á Lake George í New York ríki í gær. Rannsókn er hafin á því hvernig þetta gat gerst en bátnum hvolfdi mjög hratt og því höfðu nær fimmtíu farþegar í bátnum, flestir þeirra eldri borgarar, ekki tíma til að fara í björgunarvesti. 28 komust lífs af úr harmleiknum en sjö þeirra liggja þungt haldnir á sjúkrahúsi. Ekki er ljóst hvaða bátur olli öldunni sem velti bátnum en hundruð báta sigla um Lake George um helgar.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×