Erlent

Dæmd fyrir brot gegn unglingum

Fjörutíu og eins árs dönsk kona var í dag dæmd fyrir kynferðisbrot sem hún framdi á þremur 14-16 ára drengjum. Konan vann á unglingaheimili sem frístundaráðgjafi þar sem drengirnir voru vistaðir. Konan var dæmd til bráðavistunar á geðveikrahæli í 3-5 ár þar sem hún á að undirgangast viðundandi meðferð og einnig var hún dæmd til að greiða drengjunum miskabætur að andvirði fimmtán þúsund danskar krónur. Konan viðurkenndi fyrir réttinum að hafa haft munnmök við drengina á erfiðum tímapunkti í lífi sínu þar sem hún var að ganga í gegnum skilnað við sálfræðing sem einnig vann á unglingaheimilinu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×