Tyrkir æfir af reiði 3. október 2005 00:01 Óvíst er hvort Evrópusambandið hefji formlegar aðildarviðræður við Tyrki í dag, eins og áætlað var. Austurríkismenn standa í vegi fyrir því en öll aðildarlöndin 25 þurfa að samþykkja viðræðurammann. Tyrkir eru æfir af reiði yfir þessu og vanda Austurríkismönnum ekki kveðjurnar. Tyrkir hafa lengi beðið þessarar stundar. Evrópusambandið hefur notað aðildarviðræðurnar sem nokkurs konar gulrót í mörg ár, til þess að þrýsta á Tyrki um ýmsar breytingar, svo sem afnám dauðarefsingar og virðingu fyrir mannréttindum. Formlegar aðildarviðræður áttu að hefjast í Lúxemborg eftir hádegið í dag, en nú er allt í uppnámi eftir að Austurríkismenn sögðust ekki geta samþykkt að markmið viðræðnanna væri full aðild Tyrklands. Betra væri að bjóða Tyrkjum einhvers konar tvíhliða samning. Tayyip Erdogan, forsætisráðherra Tyrklands segir ekki koma til greina að Tyrkir gefi nokkuð eftir, nú sé nóg komið. Barátta þeirra sem ekki vilji Tyrkland inn í sambandið eigi eftir að koma í bakið á viðkomandi landi eða löndum. Tyrkir eru þegar argir yfir sífelldum kröfum Evrópusambandsins, svo sem því að Tyrkland viðurkenni Kýpur sem allra fyrst og opni hafnir og flugvelli fyrir umferð þaðan. Þeir eru heldur ekki ánægðir með kröfu Evrópuþingsins um að viðurkenna að fjöldamorð Ottómana á Armenum árið 1915 hafi verið tilraun til þjóðarmorðs. En hvers vegna eru Austurríkismenn svona mikið á móti því að Tyrkir fái inngöngu? Tyrkland er fyrir það fyrsta mjög stórt og fjölmennt land, þar búa um 72 milljónir manna og eru flestir íbúarnir múslimar. Kannanir hafa sýnt að mikill meirihluti hinna kaþólsku Austurríkismanna er alfarið á móti því að Tyrkjum verði hleypt inn, og segja austurrísk yfirvöld að eftir kosningarnar í Frakklandi og Hollandi þar sem kjósendur höfnuðu stjórnarskrá Evrópusambandsins, séu forsendur breyttar - það hafi verið skýr skilaboð um andstöðu við inngöngu Tyrkja. Málið er snúið og að mörgu leyti vandræðalegt fyrir Evrópusambandið, en Jack Straw, utanríkisráðherra Bretlands , sem nú fer með forsæti í sambandinu, vinnur að því hörðum höndum að reyna að ná einhverju samkomulagi. Lettneski utanríkisráðherrann Artis Pabriks orðaði það þannig þegar hann var spurður um afleiðingarnar fyrir Evrópusambandið. ,,Ef ekki næst samkomulag í dag, má fara að líta á Evrópusambandið sem bandalag misheppnaðra ríkja sem aldrei geta tekið nokkra ákvörðun." Og samkvæmt nýjustu fréttum er Condoleezza Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, farin að taka þátt í samningaviðræðunum. Erlent Fréttir Stj.mál Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent „Vonbrigði“ Innlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Fleiri fréttir Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Sjá meira
Óvíst er hvort Evrópusambandið hefji formlegar aðildarviðræður við Tyrki í dag, eins og áætlað var. Austurríkismenn standa í vegi fyrir því en öll aðildarlöndin 25 þurfa að samþykkja viðræðurammann. Tyrkir eru æfir af reiði yfir þessu og vanda Austurríkismönnum ekki kveðjurnar. Tyrkir hafa lengi beðið þessarar stundar. Evrópusambandið hefur notað aðildarviðræðurnar sem nokkurs konar gulrót í mörg ár, til þess að þrýsta á Tyrki um ýmsar breytingar, svo sem afnám dauðarefsingar og virðingu fyrir mannréttindum. Formlegar aðildarviðræður áttu að hefjast í Lúxemborg eftir hádegið í dag, en nú er allt í uppnámi eftir að Austurríkismenn sögðust ekki geta samþykkt að markmið viðræðnanna væri full aðild Tyrklands. Betra væri að bjóða Tyrkjum einhvers konar tvíhliða samning. Tayyip Erdogan, forsætisráðherra Tyrklands segir ekki koma til greina að Tyrkir gefi nokkuð eftir, nú sé nóg komið. Barátta þeirra sem ekki vilji Tyrkland inn í sambandið eigi eftir að koma í bakið á viðkomandi landi eða löndum. Tyrkir eru þegar argir yfir sífelldum kröfum Evrópusambandsins, svo sem því að Tyrkland viðurkenni Kýpur sem allra fyrst og opni hafnir og flugvelli fyrir umferð þaðan. Þeir eru heldur ekki ánægðir með kröfu Evrópuþingsins um að viðurkenna að fjöldamorð Ottómana á Armenum árið 1915 hafi verið tilraun til þjóðarmorðs. En hvers vegna eru Austurríkismenn svona mikið á móti því að Tyrkir fái inngöngu? Tyrkland er fyrir það fyrsta mjög stórt og fjölmennt land, þar búa um 72 milljónir manna og eru flestir íbúarnir múslimar. Kannanir hafa sýnt að mikill meirihluti hinna kaþólsku Austurríkismanna er alfarið á móti því að Tyrkjum verði hleypt inn, og segja austurrísk yfirvöld að eftir kosningarnar í Frakklandi og Hollandi þar sem kjósendur höfnuðu stjórnarskrá Evrópusambandsins, séu forsendur breyttar - það hafi verið skýr skilaboð um andstöðu við inngöngu Tyrkja. Málið er snúið og að mörgu leyti vandræðalegt fyrir Evrópusambandið, en Jack Straw, utanríkisráðherra Bretlands , sem nú fer með forsæti í sambandinu, vinnur að því hörðum höndum að reyna að ná einhverju samkomulagi. Lettneski utanríkisráðherrann Artis Pabriks orðaði það þannig þegar hann var spurður um afleiðingarnar fyrir Evrópusambandið. ,,Ef ekki næst samkomulag í dag, má fara að líta á Evrópusambandið sem bandalag misheppnaðra ríkja sem aldrei geta tekið nokkra ákvörðun." Og samkvæmt nýjustu fréttum er Condoleezza Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, farin að taka þátt í samningaviðræðunum.
Erlent Fréttir Stj.mál Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent „Vonbrigði“ Innlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Fleiri fréttir Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Sjá meira